Innlent

Eldsvoði í Borgarfirði

Miklar skemmdir urðu á húsnæðinu og er rannsókn hafin á málinu
Miklar skemmdir urðu á húsnæðinu og er rannsókn hafin á málinu
Tilkynnt var um eldsvoða á bænum Svarfhóli, í Stafholtstungum í Borgarfirðir um hádegisbil í dag.

Slökkvilið kom á staðinn og en þá lagði talsverðan reyk frá húsnæðinu. Ekki er vitað hvort að um mikinn eld var að ræða.

Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, sagði að íbúarnir hefðu komist út úr húsinu af sjálfsdáðum.

Þeim heilsast vel að sögn Bjarna en eðlilega var þeim mjög brugðið. Slökkvilið var fljótt á vettvang og náði fljótt tökum á eldinum.

Miklar skemmdir urðu á húsnæðinu og er rannsókn hafin á málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×