Innlent

Tæplega 70% með leka púða

Búið er að ómskoða 105 þeirra kvenna sem fengið hafa PIP-brjóstapúða í gegnum árin. Landlæknir hefur eftir Krabbameinsfélagi Íslands, sem annast ómskoðanirnar, að 71 kona hafi greinst með leka púða. Það þýðir að 68 prósent þeirra sem til Krabbameinsfélagsins hafa leitað hafa reynst vera með leka púða. Alls hafa um 400 konur fengið boð frá Krabbameinsfélaginu um að mæta í ómskoðun en ríkið mun sjá um kostnaðinn við brottnám PIP púðanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×