Innlent

112-dagurinn haldinn í dag - vélmenni og sprengjubíll í Smáralindinni

112-dagurinn verður haldinn um allt land í dag. Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið og þá margvíslegu aðstoð sem almenningur hefur aðgang að í gegnum þjónustuna.

Að þessu sinni er áhersla lögð á að hvetja fólk til að hika ekki heldur hringja í 112 ef það telur sig þurfa á aðstoð að halda – til öryggis eins og fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Efnt er til dagskrár í Smáralind og hjá viðbragðsaðilum um allt land. 112-dagurinn er haldinn víða um Evrópu á sama tíma en 112 er samræmt neyðarnúmer í löndum Evrópusambandsins.

Almenningi er svo boðið að kynna sér starfsemi viðbragðsaðila í Smáralind kl. 11-17. Þar verður fjölbreytt dagskrá í boði; fólk getur kynnt sér starfsemi viðbragðsaðila, rætt við starfsfólk og sjálfboðaliða, kynnt sér skyndihjálp og skoðað margvíslegan búnað. Á staðnum verða meðal annars bílar slökkviliðs og lögreglu, sprengjubíll og vélmenni Landhelgisgæslunnar, bílar, bátar og fleiri tæki björgunarsveita. Þannig ætti fólk á öllum aldri að finna eitthvað við sitt hæfi.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um daginn hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×