Innlent

Ákvörðun um gæsluvarðhald tekin í dag

Frá lögregluaðgerðinni í kringum sprengjuna.
Frá lögregluaðgerðinni í kringum sprengjuna. MYND / GVA
Lögreglan tekur ákvörðun um það síðar í dag hvort að krafist verði gæsluvarðahalds yfir karlmanni á áttræðisaldri sem handtekinn var í gær vegna sprengjumálsins.

Tæpar tvær vikur eru síðan að sprenging varð skammt frá Stjórnarráði Íslands og byggingar voru rýmdar á svæðinu. Lögregla hefur síðan þá leitað að þeim sem báru ábyrgð á sprengjunni. Hún birti meðal annars myndir úr eftirlitsmyndavél af karlmanni og bíl sem talið var að hann hefði verið á. Í gær voru þrír handteknir í tengslum við málið.

Tveimur var sleppt aftur en sá þriðji er enn í haldi lögreglu. Hann er karlmaður á áttræðisaldri. Lögregla lagði hald á ýmsan búnað sem talið er að tengist málinu svo og bíl hans. Ákveðið verður síðar í dag hvort að krafist verði gæsluvarðahalds yfir honum.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að fjölmargir hafi verið kallaðir til skýrslutöku vegna málsins undanfarna daga en unnið hafi verið sleitulaust að málinu frá því að kom upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×