Innlent

Ætlaði að slökkva á brunaboðanum en ræsti innbrotsboðann í staðinn

Hann var óheppinn iðnaðarmaðurinn sem var að störfum á Kleppsspítala í morgun. Lögreglu bárust bæði bruna og innbrotsboð frá spítalanum rétt fyrir klukkan tólf í dag. Í ljós kom að iðnaðarmaður var við vinnu sína þegar brunaboðinn fór af stað.

Í tilraun sinni til þess að slökkva á brunaboðanum ræsti iðnaðarmaðurinn fyrir slysni innbrotsboða og voru því bæði lögregla og slökkvilið kallað á vettvang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×