Innlent

Rokkarar heimtuðu hættulegt rauðvín

Jónas Margeir Ingólfsson skrifar
Nokkrir aðdáendur hljómsveitarinnar Motörhead mótmæltu ákvörðun vínbúðarinnar um að leyfa ekki sölu á víni merkt sveitinni, fyrir utan Vínbúðina í Skeifunni í dag.

ÁTVR hafnaði því að hefja sölu á rauðvíninu Motörhead Shiraz en vínið er merkt rokksveitinni Motörhead. Ríkið rökstuddi höfnun sína með því að nafnið sé vísun í amfetamínneyslu og sveitin syngi um stríð, óábyrgt kynlíf og fíkniefni. Þetta kemur m.a. fram í grein eftir innflytjanda vínsins sem birtist á Vísi.

Nokkrir aðdáendur hljómsveitarinnar boðuðu því til mótmæla fyrir utan vínbúðina í Skeifunni í dag. Þeir sögðust vera komnir til að hlusta á Motörhead og sýna fram á það að ef vínið yrði sett í sölu yrði öll þjóðin ábyggilega eins og þeir.

Stuttu síðar kom lögreglan til að ræða við mótmælendur, en fór skömmu síðar því mótmælin voru öll friðsamleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×