Ölvaður og æstur maður var handtekinn við krá í Hafnarfirði eftir að hann braut rúðu í lögreglubifreið samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Maðurinn hafði sest óboðinn inn í lögreglubifreiðina þar sem lögreglumenn voru við störf. Eftir að honum hafði verið vísað úr lögreglubifreiðinni hafði hann ógnandi tilburði í garð lögreglu og braut afturrúðu lögreglubifreiðarinnar. Talið er að hann sé skipverji á erlendu skipi.
Lögreglan hafði svo afskipti af nokkrum aðilum vegna fíknefna sem þeir höfðu í fórum sínum í og við veitingahús í Reykjavík. Meðal annars stöðvuðu þeir meintan fíkniefnasala á veitingahúsi og gerðu í kjölfar húsleit á heimili mannsins. Þar fundu þeir talsvert magn kannabisefna auk talsverðra fjármuna sem voru haldlagðir.
Settist upp í lögreglubíl og braut bílrúðu
