Rúmur meirihluti vill Ólaf Ragnar áfram Lillý Valgerður Pétursdóttir. skrifar 12. febrúar 2012 19:45 Rúmur meirihluti þjóðarinnar vill að Ólafur Ragnar Grímsson gefi aftur kost á sér í forsetaembættið. Þetta sýnir ný könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Ólafur Ragnar gaf sterklega í skyn í nýársávarpi sínu að hann ætli sér ekki að sækjast eftir endurkjöri næsta sumar. Ólafur lýkur þá sínu fjórða kjörtímabili en hann tók við embætti forseti árið 1996. Mörgum þótti sem Ólafur hefði þó ekki útilokað í ræðu sinni að bjóða sig aftur fram. Fjölmargir hafa því stigið fram og skorað á hann að gefa áfram kost á sér. Fréttastofa ákvað að kanna hvort að landsmenn vilja almennt að Ólafur bjóði sig aftur fram. Niðurstaðan er ekki afgerandi en engu að síður sýnir ný skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins að meirihluti þjóðarinnar vill að Ólafur gefi áfram kost á sér. 54% vilja að Ólafur sækist eftir því að gegna embættinu í fimmta sinn en 46% vilja hins vegar að hann láti gott heita og hætti í sumar. Lítill munur er á afstöðu kynjanna. Ólafur virðist eiga fleiri stuðningsmenn á landsbyggðinni. Þar vilja rúm sextíu prósent að hann bjóði sig aftur fram en í höfuðborginni 50%. Þá er yngra fólk frekar á því að hann eigi að sækjast eftir endurkjöri. 59% þeirra sem eru á aldrinum 18-49 ára vilja að bjóði sig aftur fram en aðeins 46% þeirra sem hafa náð sextugsaldri. Þá er nokkur munur á afstöðu fólks eftir því hvaða flokk það styður. Af þeim sem myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef að kosið yrði nú þá vilja 63% að Ólafur sækist eftir endurkjöri en aðeins 32% þeirra sem styðja Samfylkinguna. Hringt var í átta hundruð manns áttunda og níunda febrúar síðastliðinn sem valdir voru með slembivali úr þjóðskrá. Níutíu prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir fréttastofu hefur forsetinn ekki verið tilbúinn að veita viðtal um hvort að til greina komi að hann sækist eftir endurkjöri. Framboðsfrestur til forseta rennur út eftir rúma þrjá mánuði og hefur enn enginn gefið kost á sér. Ætla má margir séu að bíða eftir að Ólafur skýri mál sitt. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Rúmur meirihluti þjóðarinnar vill að Ólafur Ragnar Grímsson gefi aftur kost á sér í forsetaembættið. Þetta sýnir ný könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Ólafur Ragnar gaf sterklega í skyn í nýársávarpi sínu að hann ætli sér ekki að sækjast eftir endurkjöri næsta sumar. Ólafur lýkur þá sínu fjórða kjörtímabili en hann tók við embætti forseti árið 1996. Mörgum þótti sem Ólafur hefði þó ekki útilokað í ræðu sinni að bjóða sig aftur fram. Fjölmargir hafa því stigið fram og skorað á hann að gefa áfram kost á sér. Fréttastofa ákvað að kanna hvort að landsmenn vilja almennt að Ólafur bjóði sig aftur fram. Niðurstaðan er ekki afgerandi en engu að síður sýnir ný skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins að meirihluti þjóðarinnar vill að Ólafur gefi áfram kost á sér. 54% vilja að Ólafur sækist eftir því að gegna embættinu í fimmta sinn en 46% vilja hins vegar að hann láti gott heita og hætti í sumar. Lítill munur er á afstöðu kynjanna. Ólafur virðist eiga fleiri stuðningsmenn á landsbyggðinni. Þar vilja rúm sextíu prósent að hann bjóði sig aftur fram en í höfuðborginni 50%. Þá er yngra fólk frekar á því að hann eigi að sækjast eftir endurkjöri. 59% þeirra sem eru á aldrinum 18-49 ára vilja að bjóði sig aftur fram en aðeins 46% þeirra sem hafa náð sextugsaldri. Þá er nokkur munur á afstöðu fólks eftir því hvaða flokk það styður. Af þeim sem myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef að kosið yrði nú þá vilja 63% að Ólafur sækist eftir endurkjöri en aðeins 32% þeirra sem styðja Samfylkinguna. Hringt var í átta hundruð manns áttunda og níunda febrúar síðastliðinn sem valdir voru með slembivali úr þjóðskrá. Níutíu prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir fréttastofu hefur forsetinn ekki verið tilbúinn að veita viðtal um hvort að til greina komi að hann sækist eftir endurkjöri. Framboðsfrestur til forseta rennur út eftir rúma þrjá mánuði og hefur enn enginn gefið kost á sér. Ætla má margir séu að bíða eftir að Ólafur skýri mál sitt.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira