Innlent

Engin ákvörðun um áfrýjun í barnavændismálinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
mynd/ getty.
Ríkissaksóknari kannar nú hvort forsendur séu fyrir því að áfrýja dómi Héraðsdóms Vesturlands í kynferðisbrotamáli til Hæstaréttar. Dómurinn var kveðinn upp á fimmtudaginn, en karlmaður var dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynmök við fjórtán ára gamlan pilt gegn greiðslu.

Dómarinn tók þá ákvörðun að skilorðsbinda refsinguna meðal annars á þeirri forsendu að maðurinn hefði játað brot sitt og að afhjúpun brotsins hefði haft miklar afleiðingar fyrir hann, meðal annars þær að hann hefði misst starf sitt. Samkvæmt upplýsingum frá embætti Ríkissaksóknara hefur enn ekki verið tekin ákvörðun um það hvernig brugðist verður við niðurstöðu dómsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×