„Ég hef áhyggjur af því að þetta sé verða einhver lúxus að eiga bifreið." Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag.
Guðlaugur sagði að kostnaður á meðalbíl hafi aukist um 100.000 krónur á ári. Þannig hafa gjöld á bensíni hækkað um 55.4% og dísel um 43.1%.
„Það sem við höfum áhyggjur af núna er sú staðreynd að ferðalögum á Íslandi hefur fækkað. Þetta er því að kom niður á hlutum eins og ferðaþjónustunni. En fyrst og fremst hefur þetta áhrif á fólk og fjölskyldur sem þurfa að aka langan veg vinnu sinnar vegna. Það eru margir sem hafa engan valkost í þessum efnum."
Guðlaugur segir að nú sé tíminn til að grípa til aðgerða og fylgja fordæmi Svía og Breta sem hafa lækkað skatta og gjöld til þess að kom í veg fyrir of mikla hækkun á eldsneytisverði.
„Við erum ekki skuldbundin til þess að vera háan eldsneytisskatt á Íslandi," segir Guðlaugur. „Þetta er okkar val."
Hægt er að hlusta á brot úr Reykjavík síðdegis hér að ofan.

