Contraband efst á lista yfir vinsælustu myndir ársins
Baltasar Kormákur, leikstjóri og framleiðandi.
Contraband, nýjasta kvikmynd leikstjórans Baltasars Kormáks, er vinsælasta mynd ársins. Alls hefur myndin halað inn rúmlega 73 milljón dollurum á heimsvísu eða tæplega 9 milljörðum íslenskra króna.
Á vefsíðunni Boxoffice.com kemur fram að framleiðslukostnaður Contrabands hafi verið rúmlega 6.5 milljarðar króna.
Hér er hægt að sjá lista yfir vinsælustu kvikmyndir ársins.mynd/Boxoffice.comContraband var frumsýnd 13. janúar síðastliðinn og er enn sem komið er ársins. Í öðru sæti er kvikmyndin Underworld Awakening. The Devil Inside vermir þriðja sætið.
Hægt er að sjá lista yfir vinsælustu kvikmyndir ársins hér til hliðar.