Innlent

Óvissan nú ekki ríkisstjórninni að kenna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Páll Árnason, er fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra.
Árni Páll Árnason, er fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra.
Árni Páll Árnason, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, segir af og frá að sú óvissa sem kom upp í gær vegna hæstaréttardómsins sé ríkisstjórninni að kenna. Óvissan sé síst meiri nú en ef engin lög hefðu verið sett til að bregðast við dómum Hæstaréttar sumarið og haustið 2010.

Árni Páll sagði við umræðu um dóminn á Alþingi í dag að alger óvissa hefði ríkt eftir dómana 2010. „Ovissan var svo mikil að tugir bankastarfsmanna voru fengnir til að reikna út lánin," sagði Árni Páll á þingi. Óvissa hefði verið með lán tugþúsunda manna.

Hann sagði að þúsundir hefðu fengið rétt á grundvelli þessa laga, jafnvel fólk sem hafi verið með gilda lánasamninga. Ekki hafi verið gengið á rétt almennings með þessum lögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×