Atvinnumenn að verki - tölvum og skjávörpum stolið fyrir milljónir 16. febrúar 2012 14:49 Leifur Rögnvaldsson og Sigríður Ólafsdóttir reka Ljósmyndaskólann. mynd/365 "Þetta er mjög óþægileg tilfinning," segir Sigríður Ólafsdóttir, skólastjóri Ljósmyndaskólans, en brotist var inn í skólann í nótt og þaðan stolið nánast öllum tækjabúnaði sem þar var að finna. Yfir tuttugu Mac-tölvur og skjávarpar voru teknir en þjófarnir brutu meðal annars upp stálhurð til að komast inn. Tjónið er á milljónum króna. „Þegar við mættum í morgun þá var búið að tæma allt saman, hvort sem það var tækjageymsla skólans eða tölvuherbergið. Við erum með stálhurðir að öllu og þeir fara í gegnum þær en til þess þarf einhver öflug tæki. Þeir komust inn í húsið niðri með því að brjóta rúðu og svo settu þeir planka fyrir svo að fólk úti á götu tæki ekki eftir að búið væri að brjótast inn," segir hún. „Það var öllu sópað niður, tölvurnar voru teknar úr sambandi og skjávarpar rifnir niður. Það var allt hreinsað út og maður sér að þeir voru greinilega að flýta sér því það voru harðir diskar í stigunum sem þeir hafa misst og ekki nennt að tína upp. Þeir hafa bara farið inn og út," segir hún og bendir á að þjófarnir hafi að öllum líkindum verið „pro". Sigríður segir að ekki sé þjófavarnarkerfi í skólanum en skólinn sé tryggður. Aðspurð hvort að eftir á að hyggju hefði þau átt að vera með þjófavarnarkerfi í ljósi þess að mikil verðmæti voru inni í skólanum. „Það bítur miklu frekar að vera ekki með myndavélar fyrir utan. Það er langt að fara hingað út á Granda og það tekur tíma bíða eftir útkalli. Þetta var verk sem var unnið á mjög stuttum tíma." Og þó að miklum verðmætum hafi verið stolið sé tjónið einnig tilfinningalegt. „Ég er búin að starfa sem ljósmyndari í 30 ár og margar af vélunum eru vélar sem ég er búin að nota í gegnum árin," segir hún. Tæknideild lögreglunnar hefur verið að vinna á vettvangi í morgun og meðal annars tekið fingraför. „Við ætlum núna að setjast niður og athuga hversu mikið þetta er sem þeir tóku," segir hún en kennslu hefur verið aflýst í þessari viku. „Við reiknum með að byrja kennsluna aftur á mánudaginn, við höldum áfram," segir hún. Um 40 nemendur eru við nám í Ljósmyndaskólanum sem hefur notið mikillar vinsældar síðustu ár. Skólinn var opnaður yfir 15 árum síðan og fyrir fjórum árum breyttist hann í fimm anna nám. Sigríður segir að eftir það hafi skólinn breyst mikið. Í fyrra varð hann svo lánshæfur og fyrir tveimur árum var hann viðurkenndur af menntamálaráðuneytinu sem skapandi ljósmyndaskóli. „Hann hefur verið að sækja í sig veðrið og er orðinn stór skóli." Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira
"Þetta er mjög óþægileg tilfinning," segir Sigríður Ólafsdóttir, skólastjóri Ljósmyndaskólans, en brotist var inn í skólann í nótt og þaðan stolið nánast öllum tækjabúnaði sem þar var að finna. Yfir tuttugu Mac-tölvur og skjávarpar voru teknir en þjófarnir brutu meðal annars upp stálhurð til að komast inn. Tjónið er á milljónum króna. „Þegar við mættum í morgun þá var búið að tæma allt saman, hvort sem það var tækjageymsla skólans eða tölvuherbergið. Við erum með stálhurðir að öllu og þeir fara í gegnum þær en til þess þarf einhver öflug tæki. Þeir komust inn í húsið niðri með því að brjóta rúðu og svo settu þeir planka fyrir svo að fólk úti á götu tæki ekki eftir að búið væri að brjótast inn," segir hún. „Það var öllu sópað niður, tölvurnar voru teknar úr sambandi og skjávarpar rifnir niður. Það var allt hreinsað út og maður sér að þeir voru greinilega að flýta sér því það voru harðir diskar í stigunum sem þeir hafa misst og ekki nennt að tína upp. Þeir hafa bara farið inn og út," segir hún og bendir á að þjófarnir hafi að öllum líkindum verið „pro". Sigríður segir að ekki sé þjófavarnarkerfi í skólanum en skólinn sé tryggður. Aðspurð hvort að eftir á að hyggju hefði þau átt að vera með þjófavarnarkerfi í ljósi þess að mikil verðmæti voru inni í skólanum. „Það bítur miklu frekar að vera ekki með myndavélar fyrir utan. Það er langt að fara hingað út á Granda og það tekur tíma bíða eftir útkalli. Þetta var verk sem var unnið á mjög stuttum tíma." Og þó að miklum verðmætum hafi verið stolið sé tjónið einnig tilfinningalegt. „Ég er búin að starfa sem ljósmyndari í 30 ár og margar af vélunum eru vélar sem ég er búin að nota í gegnum árin," segir hún. Tæknideild lögreglunnar hefur verið að vinna á vettvangi í morgun og meðal annars tekið fingraför. „Við ætlum núna að setjast niður og athuga hversu mikið þetta er sem þeir tóku," segir hún en kennslu hefur verið aflýst í þessari viku. „Við reiknum með að byrja kennsluna aftur á mánudaginn, við höldum áfram," segir hún. Um 40 nemendur eru við nám í Ljósmyndaskólanum sem hefur notið mikillar vinsældar síðustu ár. Skólinn var opnaður yfir 15 árum síðan og fyrir fjórum árum breyttist hann í fimm anna nám. Sigríður segir að eftir það hafi skólinn breyst mikið. Í fyrra varð hann svo lánshæfur og fyrir tveimur árum var hann viðurkenndur af menntamálaráðuneytinu sem skapandi ljósmyndaskóli. „Hann hefur verið að sækja í sig veðrið og er orðinn stór skóli."
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira