Atvinnumenn að verki - tölvum og skjávörpum stolið fyrir milljónir 16. febrúar 2012 14:49 Leifur Rögnvaldsson og Sigríður Ólafsdóttir reka Ljósmyndaskólann. mynd/365 "Þetta er mjög óþægileg tilfinning," segir Sigríður Ólafsdóttir, skólastjóri Ljósmyndaskólans, en brotist var inn í skólann í nótt og þaðan stolið nánast öllum tækjabúnaði sem þar var að finna. Yfir tuttugu Mac-tölvur og skjávarpar voru teknir en þjófarnir brutu meðal annars upp stálhurð til að komast inn. Tjónið er á milljónum króna. „Þegar við mættum í morgun þá var búið að tæma allt saman, hvort sem það var tækjageymsla skólans eða tölvuherbergið. Við erum með stálhurðir að öllu og þeir fara í gegnum þær en til þess þarf einhver öflug tæki. Þeir komust inn í húsið niðri með því að brjóta rúðu og svo settu þeir planka fyrir svo að fólk úti á götu tæki ekki eftir að búið væri að brjótast inn," segir hún. „Það var öllu sópað niður, tölvurnar voru teknar úr sambandi og skjávarpar rifnir niður. Það var allt hreinsað út og maður sér að þeir voru greinilega að flýta sér því það voru harðir diskar í stigunum sem þeir hafa misst og ekki nennt að tína upp. Þeir hafa bara farið inn og út," segir hún og bendir á að þjófarnir hafi að öllum líkindum verið „pro". Sigríður segir að ekki sé þjófavarnarkerfi í skólanum en skólinn sé tryggður. Aðspurð hvort að eftir á að hyggju hefði þau átt að vera með þjófavarnarkerfi í ljósi þess að mikil verðmæti voru inni í skólanum. „Það bítur miklu frekar að vera ekki með myndavélar fyrir utan. Það er langt að fara hingað út á Granda og það tekur tíma bíða eftir útkalli. Þetta var verk sem var unnið á mjög stuttum tíma." Og þó að miklum verðmætum hafi verið stolið sé tjónið einnig tilfinningalegt. „Ég er búin að starfa sem ljósmyndari í 30 ár og margar af vélunum eru vélar sem ég er búin að nota í gegnum árin," segir hún. Tæknideild lögreglunnar hefur verið að vinna á vettvangi í morgun og meðal annars tekið fingraför. „Við ætlum núna að setjast niður og athuga hversu mikið þetta er sem þeir tóku," segir hún en kennslu hefur verið aflýst í þessari viku. „Við reiknum með að byrja kennsluna aftur á mánudaginn, við höldum áfram," segir hún. Um 40 nemendur eru við nám í Ljósmyndaskólanum sem hefur notið mikillar vinsældar síðustu ár. Skólinn var opnaður yfir 15 árum síðan og fyrir fjórum árum breyttist hann í fimm anna nám. Sigríður segir að eftir það hafi skólinn breyst mikið. Í fyrra varð hann svo lánshæfur og fyrir tveimur árum var hann viðurkenndur af menntamálaráðuneytinu sem skapandi ljósmyndaskóli. „Hann hefur verið að sækja í sig veðrið og er orðinn stór skóli." Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira
"Þetta er mjög óþægileg tilfinning," segir Sigríður Ólafsdóttir, skólastjóri Ljósmyndaskólans, en brotist var inn í skólann í nótt og þaðan stolið nánast öllum tækjabúnaði sem þar var að finna. Yfir tuttugu Mac-tölvur og skjávarpar voru teknir en þjófarnir brutu meðal annars upp stálhurð til að komast inn. Tjónið er á milljónum króna. „Þegar við mættum í morgun þá var búið að tæma allt saman, hvort sem það var tækjageymsla skólans eða tölvuherbergið. Við erum með stálhurðir að öllu og þeir fara í gegnum þær en til þess þarf einhver öflug tæki. Þeir komust inn í húsið niðri með því að brjóta rúðu og svo settu þeir planka fyrir svo að fólk úti á götu tæki ekki eftir að búið væri að brjótast inn," segir hún. „Það var öllu sópað niður, tölvurnar voru teknar úr sambandi og skjávarpar rifnir niður. Það var allt hreinsað út og maður sér að þeir voru greinilega að flýta sér því það voru harðir diskar í stigunum sem þeir hafa misst og ekki nennt að tína upp. Þeir hafa bara farið inn og út," segir hún og bendir á að þjófarnir hafi að öllum líkindum verið „pro". Sigríður segir að ekki sé þjófavarnarkerfi í skólanum en skólinn sé tryggður. Aðspurð hvort að eftir á að hyggju hefði þau átt að vera með þjófavarnarkerfi í ljósi þess að mikil verðmæti voru inni í skólanum. „Það bítur miklu frekar að vera ekki með myndavélar fyrir utan. Það er langt að fara hingað út á Granda og það tekur tíma bíða eftir útkalli. Þetta var verk sem var unnið á mjög stuttum tíma." Og þó að miklum verðmætum hafi verið stolið sé tjónið einnig tilfinningalegt. „Ég er búin að starfa sem ljósmyndari í 30 ár og margar af vélunum eru vélar sem ég er búin að nota í gegnum árin," segir hún. Tæknideild lögreglunnar hefur verið að vinna á vettvangi í morgun og meðal annars tekið fingraför. „Við ætlum núna að setjast niður og athuga hversu mikið þetta er sem þeir tóku," segir hún en kennslu hefur verið aflýst í þessari viku. „Við reiknum með að byrja kennsluna aftur á mánudaginn, við höldum áfram," segir hún. Um 40 nemendur eru við nám í Ljósmyndaskólanum sem hefur notið mikillar vinsældar síðustu ár. Skólinn var opnaður yfir 15 árum síðan og fyrir fjórum árum breyttist hann í fimm anna nám. Sigríður segir að eftir það hafi skólinn breyst mikið. Í fyrra varð hann svo lánshæfur og fyrir tveimur árum var hann viðurkenndur af menntamálaráðuneytinu sem skapandi ljósmyndaskóli. „Hann hefur verið að sækja í sig veðrið og er orðinn stór skóli."
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira