Kafbátanjósnastöðin var eitt mesta hernaðarleyndarmálið Kristján Már Unnarsson skrifar 19. febrúar 2012 19:37 Svæði á Suðurnesjum, sem áður geymdi njósnastöð og eitt helsta hernaðarleyndarmál kalda stríðsins, er nú orðið aðgengilegt almenningi. Friðþór Eydal, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Varnarliðsins, er að skrifa bók þar sem hann hyggst upplýsa um ýmis mál sem Íslendingar hafa til þessa haft litla vitneskju um. Í frétt Stöðvar 2 í kvöld voru sýndar myndir af fjarskiptaskermunum á Stafnesi, sem voru áberandi og margir muna eftir, en þeir voru inni á lokuðu bannsvæði á Suðurnesjum. Nokkur hundruð metrum sunnar var hins vegar önnur stöð sem minna var vitað um, enda var hún njósnastöð og eitt mesta hernaðarleyndarmál kalda stríðsins. Stöð 2 sýndi myndir af stöðinni leynilegu sem teknar voru með aðdráttarlinsu árið 1994 en á seinni árum hefur komið í ljós að stöðin, sem byggð var árið 1966, gegndi lykilhlutverki í SOSUS-kafbátanjósnakerfinu um þrjátíu ára skeið. Hún var við Þórshöfn, milli Hafna og Sandgerðis,og þar inni voru fullkomnustu tölvur sem Bandaríkjaher réði yfir á þeim tíma, sem höfðu það hlutverk að leita eftir og greina hljóð sem kjarnorkukafbátar gáfu frá sér. Nokkrir af merkustu áföngum í kafbátanjósnasögu NATO náðust í þessari stöð. Árið 1968 tókst stöðinni í Keflavík, fyrst allra, að greina hljóð úr tveimur gerðum sovéskra kjarnorkukafbáta, bæði svokallaðra Victor og Charlie-kafbáta, og árið 1974 varð hún fyrst til að greina hljóð úr Delta-kafbátum Sovétmanna. Í stokki í fjörunni liggur enn hlustunarkapall sem tengdi stöðina við gríðarmikið kaplakerfi í Norður-Atlantshafi. Friðþór Eydal segir að þetta kerfi hafi gefið Bandaríkjamönnum og NATO gríðarmikið forskot og vísbendingar séu um að Sovétmenn hafi ekki gert sér grein fyrir hversu skilvirkt kerfið var fyrr en fyrrverandi bandarískur hermaður, John Walker, gerðist njósnari og laumaði leyndarmálunum til Sovétmanna í kringum 1980. Bílastæði njósnastöðvarinnar er enn á sínum stað en byggingarnar voru rifnar áður en herinn fór. Friðþór ætlar að greina frá þessu og fleiri gömlum leyndarmálum í bók sem hann vinnur að um sögu Varnarliðsins. Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Svæði á Suðurnesjum, sem áður geymdi njósnastöð og eitt helsta hernaðarleyndarmál kalda stríðsins, er nú orðið aðgengilegt almenningi. Friðþór Eydal, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Varnarliðsins, er að skrifa bók þar sem hann hyggst upplýsa um ýmis mál sem Íslendingar hafa til þessa haft litla vitneskju um. Í frétt Stöðvar 2 í kvöld voru sýndar myndir af fjarskiptaskermunum á Stafnesi, sem voru áberandi og margir muna eftir, en þeir voru inni á lokuðu bannsvæði á Suðurnesjum. Nokkur hundruð metrum sunnar var hins vegar önnur stöð sem minna var vitað um, enda var hún njósnastöð og eitt mesta hernaðarleyndarmál kalda stríðsins. Stöð 2 sýndi myndir af stöðinni leynilegu sem teknar voru með aðdráttarlinsu árið 1994 en á seinni árum hefur komið í ljós að stöðin, sem byggð var árið 1966, gegndi lykilhlutverki í SOSUS-kafbátanjósnakerfinu um þrjátíu ára skeið. Hún var við Þórshöfn, milli Hafna og Sandgerðis,og þar inni voru fullkomnustu tölvur sem Bandaríkjaher réði yfir á þeim tíma, sem höfðu það hlutverk að leita eftir og greina hljóð sem kjarnorkukafbátar gáfu frá sér. Nokkrir af merkustu áföngum í kafbátanjósnasögu NATO náðust í þessari stöð. Árið 1968 tókst stöðinni í Keflavík, fyrst allra, að greina hljóð úr tveimur gerðum sovéskra kjarnorkukafbáta, bæði svokallaðra Victor og Charlie-kafbáta, og árið 1974 varð hún fyrst til að greina hljóð úr Delta-kafbátum Sovétmanna. Í stokki í fjörunni liggur enn hlustunarkapall sem tengdi stöðina við gríðarmikið kaplakerfi í Norður-Atlantshafi. Friðþór Eydal segir að þetta kerfi hafi gefið Bandaríkjamönnum og NATO gríðarmikið forskot og vísbendingar séu um að Sovétmenn hafi ekki gert sér grein fyrir hversu skilvirkt kerfið var fyrr en fyrrverandi bandarískur hermaður, John Walker, gerðist njósnari og laumaði leyndarmálunum til Sovétmanna í kringum 1980. Bílastæði njósnastöðvarinnar er enn á sínum stað en byggingarnar voru rifnar áður en herinn fór. Friðþór ætlar að greina frá þessu og fleiri gömlum leyndarmálum í bók sem hann vinnur að um sögu Varnarliðsins.
Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira