Kafbátanjósnastöðin var eitt mesta hernaðarleyndarmálið Kristján Már Unnarsson skrifar 19. febrúar 2012 19:37 Svæði á Suðurnesjum, sem áður geymdi njósnastöð og eitt helsta hernaðarleyndarmál kalda stríðsins, er nú orðið aðgengilegt almenningi. Friðþór Eydal, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Varnarliðsins, er að skrifa bók þar sem hann hyggst upplýsa um ýmis mál sem Íslendingar hafa til þessa haft litla vitneskju um. Í frétt Stöðvar 2 í kvöld voru sýndar myndir af fjarskiptaskermunum á Stafnesi, sem voru áberandi og margir muna eftir, en þeir voru inni á lokuðu bannsvæði á Suðurnesjum. Nokkur hundruð metrum sunnar var hins vegar önnur stöð sem minna var vitað um, enda var hún njósnastöð og eitt mesta hernaðarleyndarmál kalda stríðsins. Stöð 2 sýndi myndir af stöðinni leynilegu sem teknar voru með aðdráttarlinsu árið 1994 en á seinni árum hefur komið í ljós að stöðin, sem byggð var árið 1966, gegndi lykilhlutverki í SOSUS-kafbátanjósnakerfinu um þrjátíu ára skeið. Hún var við Þórshöfn, milli Hafna og Sandgerðis,og þar inni voru fullkomnustu tölvur sem Bandaríkjaher réði yfir á þeim tíma, sem höfðu það hlutverk að leita eftir og greina hljóð sem kjarnorkukafbátar gáfu frá sér. Nokkrir af merkustu áföngum í kafbátanjósnasögu NATO náðust í þessari stöð. Árið 1968 tókst stöðinni í Keflavík, fyrst allra, að greina hljóð úr tveimur gerðum sovéskra kjarnorkukafbáta, bæði svokallaðra Victor og Charlie-kafbáta, og árið 1974 varð hún fyrst til að greina hljóð úr Delta-kafbátum Sovétmanna. Í stokki í fjörunni liggur enn hlustunarkapall sem tengdi stöðina við gríðarmikið kaplakerfi í Norður-Atlantshafi. Friðþór Eydal segir að þetta kerfi hafi gefið Bandaríkjamönnum og NATO gríðarmikið forskot og vísbendingar séu um að Sovétmenn hafi ekki gert sér grein fyrir hversu skilvirkt kerfið var fyrr en fyrrverandi bandarískur hermaður, John Walker, gerðist njósnari og laumaði leyndarmálunum til Sovétmanna í kringum 1980. Bílastæði njósnastöðvarinnar er enn á sínum stað en byggingarnar voru rifnar áður en herinn fór. Friðþór ætlar að greina frá þessu og fleiri gömlum leyndarmálum í bók sem hann vinnur að um sögu Varnarliðsins. Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Svæði á Suðurnesjum, sem áður geymdi njósnastöð og eitt helsta hernaðarleyndarmál kalda stríðsins, er nú orðið aðgengilegt almenningi. Friðþór Eydal, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Varnarliðsins, er að skrifa bók þar sem hann hyggst upplýsa um ýmis mál sem Íslendingar hafa til þessa haft litla vitneskju um. Í frétt Stöðvar 2 í kvöld voru sýndar myndir af fjarskiptaskermunum á Stafnesi, sem voru áberandi og margir muna eftir, en þeir voru inni á lokuðu bannsvæði á Suðurnesjum. Nokkur hundruð metrum sunnar var hins vegar önnur stöð sem minna var vitað um, enda var hún njósnastöð og eitt mesta hernaðarleyndarmál kalda stríðsins. Stöð 2 sýndi myndir af stöðinni leynilegu sem teknar voru með aðdráttarlinsu árið 1994 en á seinni árum hefur komið í ljós að stöðin, sem byggð var árið 1966, gegndi lykilhlutverki í SOSUS-kafbátanjósnakerfinu um þrjátíu ára skeið. Hún var við Þórshöfn, milli Hafna og Sandgerðis,og þar inni voru fullkomnustu tölvur sem Bandaríkjaher réði yfir á þeim tíma, sem höfðu það hlutverk að leita eftir og greina hljóð sem kjarnorkukafbátar gáfu frá sér. Nokkrir af merkustu áföngum í kafbátanjósnasögu NATO náðust í þessari stöð. Árið 1968 tókst stöðinni í Keflavík, fyrst allra, að greina hljóð úr tveimur gerðum sovéskra kjarnorkukafbáta, bæði svokallaðra Victor og Charlie-kafbáta, og árið 1974 varð hún fyrst til að greina hljóð úr Delta-kafbátum Sovétmanna. Í stokki í fjörunni liggur enn hlustunarkapall sem tengdi stöðina við gríðarmikið kaplakerfi í Norður-Atlantshafi. Friðþór Eydal segir að þetta kerfi hafi gefið Bandaríkjamönnum og NATO gríðarmikið forskot og vísbendingar séu um að Sovétmenn hafi ekki gert sér grein fyrir hversu skilvirkt kerfið var fyrr en fyrrverandi bandarískur hermaður, John Walker, gerðist njósnari og laumaði leyndarmálunum til Sovétmanna í kringum 1980. Bílastæði njósnastöðvarinnar er enn á sínum stað en byggingarnar voru rifnar áður en herinn fór. Friðþór ætlar að greina frá þessu og fleiri gömlum leyndarmálum í bók sem hann vinnur að um sögu Varnarliðsins.
Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira