Innlent

Málefnasamningur nýs meirihluta kynntur

Ármann Kr. Ólafsson verður næsti bæjarstjóri Kópavogs.
Ármann Kr. Ólafsson verður næsti bæjarstjóri Kópavogs. Mynd/Vilhelm
Málefnasamningur nýs meirihluta í Kópavogi var opinberaður í kvöld. Áhersla er lögð á niðurgreiðslu skulda. Einnig á að endurskoða fasteignagjöld og önnur gjöld með lækkun í huga.

Í tilkynningu frá meirihlutanum kemur fram að hinn nýji málefnasamningur sé grundvallaður á stefnuskrám flokkanna fyrir sveitastjórnarkosningarnar árið 2010.

Vonast er til að lokið verði við nýtt aðalskipulag fyrir árið 2013. Breytt verður skipulagi á Glaðheimareitnum og er vonast til að söluferli þar hefjist sem fyrst. Hið sama gildir um Kópavogstún og verður lögð áhersla á að ljúka skipulagi þar hið fyrsta.

Stefnt er að því að nýr leikskóli í Vatnsenda verði tekinn í notkun árið 2013. Einnig á að hefja byggingu hjúkrunarrýma í Boðaþingi á árunum 2012 og 2013.

Hvað varðar stjórnsýslu þá vill meirihlutinn að endurskoðun fari fram á stjórnkerfi Kópavogsbæjar. Einnig verður gerð úttekt á stjórnsýslu og fjármálum sveitarfélagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×