Innlent

Aðgerðum vegna ammoníaksleka lokið

Aðgerðum að ljúka.
Aðgerðum að ljúka.
Aðgerðum slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu vegna ammoníaklekans í Skútuvogi, er lokið. Þá er búið að opna fyrir umferð inn í hverfið en, þar var lokað á meðan slökkviliðið athafnaði sig í morgun.

300 starfsmönnum Vodafone var gert að yfirgefa húsnæði símafyrirtækisins en ammoníaklekinn reyndist vera í hylki sem var í gámi í næsta húsnæði við Vodafone.

Slökkviliðið vinnur nú að hreinsun á vettvanginum en óhætt er að vera á svæðinu samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra slökkviliðsins.


Tengdar fréttir

Skútuvogi lokað vegna ammóníaksleka

Lögregla og slökkvilið hafa ákveðið að loka Skútuvogi vegna ammoníaklekans sem upp kom í morgun. Í tilkynningu frá Neyðarlínunni segir að ef fólk á svæðinu finni fyrir óþægindum eigi það að koma sér í burtu af svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×