Innlent

Skútuvogi lokað vegna ammóníaksleka

Lögregla og slökkvilið hafa ákveðið að loka Skútuvogi vegna ammoníaklekans sem upp kom í morgun. Í tilkynningu frá Neyðarlínunni segir að ef fólk á svæðinu finni fyrir óþægindum eigi það að koma sér í burtu af svæðinu.

Lekinn virðist eiga upptök sín nálægt skrifstofum Vodafone og hefur húsnæði fyrirtækisins verið rýmt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×