Innlent

300 starfsmönnum Vodafone gert að yfirgefa vinnustaðinn

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur að því að stöðva lekann.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur að því að stöðva lekann. Mynd / JMG
Um þrjú hundruð starfsmönnum Vodafone var gert að yfirgefa vinnustaðinn í morgun vegna ammoníaklekans.

Starfsmenn Vodafone urðu varir við megna ammóníak-lykt um það bil korter fyrir níu í morgun samkvæmt upplýsingafulltrúa fyrirtækisins, Hrannari Péturssyni.

Viðbragðsáætlun fyrirtækisins var gangsett.

Neyðarstjórnunarrými Vodafone var virkjað s eftirlit með símkerfum, flutnings- og þjónustukerfum Vodafone væri tryggt.

Rýmingin hefur því ekki áhrif á síma-, net- og sjónvarpsþjónustu en verslun í Skútuvogi verður lokuð eins lengi og aðstæður krefjast. Þjónustuver Vodafone er einnig lokað í augnablikinu og eru viðskiptavinir beðnir velvirðingar á ónæðinu sem það kann að valda.


Tengdar fréttir

Búnir að finna uppruna ammoníaklekans

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur fundið uppruna ammoníaklekans í Skútuvogi. Í ljós kom að gámur innihélt sex frystitanka en þar af lak einn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×