Innlent

Sá lágvaxinn og feitlaginn mann á miðjum aldri flýja sprengjuvettvang

Lögreglan verst frétta vegna sprengjumálsins við Hverfisgötu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu mun embættið senda út tilkynningu eða halda blaðamannafund síðar í dag vegna málsins.

Fréttastofa RÚV ræddi í hádeginu við konu búsetta nærri Hverfisgötunni. Hún var á leiðinni til vinnu skömmu fyrir klukkan sjö í morgun þegar hún heyrði tvær kröftugar sprengingar þar sem hún gekk niður Þingholtsstrætið áleiðis í strætó.

Þegar hún var komin niður á Hverfisgötu segist hún hafa séð feitlaginn og lágvaxinn mann um fimmtugt flýja vettvang. Hann var í gallabuxum, og dökkri úlpu með hettu, en hún hafi ekki séð andlit hans greinilega.

Maðurinn var einn á ferð að sögn konunnar. Maðurinn fór upp í hvítan sendibíl. Konan sagði í viðtali við RÚV að hann hefði augljóslega verið stressaður en hann drap í fyrstu á bílnum. Svo ræsti hann bifreiðina á ný og brunaði í burtu. Hún náði ekki númerinu.

Hún gerði lögreglu svo viðvart og lýsti atburðarásinni, en hélt síðan til vinnu í strætisvagni. Hún hefur ekki heyrt meira í lögreglunni.

Málið er í rannsókn.


Tengdar fréttir

Ekki talin þörf á að rýma Stjórnarráðið en Hverfisgata 4 rýmd

Ríkisstjórn Íslands, sem setið hefur á fundi í Stjórnarráðshúsinu, hefur rætt við Ríkislögreglustjóra vegna ástandsins sem nú ríkir við Stjórnarráðið. Þar fannst torkennilegur hlutur sem talinn er vera sprengja eða leifar af sprengju.

Búið að opna Hverfisgötu

Lokun á Hverfisgötu í Reykjavík hefur verið aflétt, en í morgun fannst þar torkennilegur hlutur, sem er talinn vera leifar af sprengju.

Sprengjuógn við Hverfisgötu - atburðarásin frá upphafi

Svo virðist sem sprengja hafi sprungið í portinu að Hverfisgötu 4, sem er fyrir aftan Stjórnaráð Íslands, um klukkan hálf átta í morgun. Óstaðfestar fregnir herma að það hafi verið starfsmaður ráðuneytisins sem heyrði sprenginguna.

Myndskeið sem sýnir sprengjusveitina að störfum

Sprengjusveitir Landhelgisgæslunnar og sérsveitar Ríkislögreglustjóra sprengdu í morgun leifar af torkennilegum pakka sem virðist hafa sprungið fyrr um morguninn við Hverfisgötu 4. Gríðarlegur viðbúnaður var á staðnum og eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi var ítrustu varúðar gætt þegar hluturinn var gerður óvirkur.

Vélmennið sprengdi torkennilega hlutinn

Sprengjuleitarvélmennið sem lögregla sendi á vettvang í morgun hefur nú sprengt hinn torkennilega hlut sem fannst við kjallarann að Hverfisgötu 4. Sjónarvottar á staðnum segja síðan að snemma í morgun hafi hvellur heyrst við húsið. Þetta fæst þó ekki staðfest hjá lögreglu.

Leitað að sprengjum í fleiri ráðuneytum

Lögreglan hefur leitað í öðrum ráðuneytum í nágrenni Stjórnarráðsins en samkvæmt upplýsingafulltrúa innanríkisráðuneytisins, Jóhannesi Tómassyni, komu lögreglumenn í ráðuneytið í morgun og skimuðu eftir torkennilegum hlut.

Sprengjuleitarvélmenni sent á vettvang

Sprengjuleitarvélmenni hefur verið gert út af örkinni til þess að finna og rannsaka torkennilegan hlut sem lögreglunni grunar að gæti verið sprengja eða leifar af sprengju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×