Innlent

Ferðamaðurinn látinn

Frá aðalmeðferðinni í morgun.
Frá aðalmeðferðinni í morgun. mynd/GVA
Grískur ferðamaður sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur í maí árið 2010 er látinn. Ríkissaksóknari hefur fengið þær upplýsingar frá Europol að hann hafi látist í desember síðastliðnum. Ekki er þó vitað hvort andlát hans tengist árásinni.

Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að ráðast á manninn en við aðalmeðferð málsins í morgun neituðu þeir sök. Í ákæru segir að mennirnir hafi veist að manninum, sem var grískur ferðamaður hér á landi, með ofbeldi, meðal annars með ítrekuðum höggum og spörkum víðsvegar um líkama hans, höfuð og andlit. Maðurinn hlaut 2 cm langt sár aftan á höfði, nefbrot, mar og yfirborðsáverka á andlit og yfirborðsáverka á kvið, bak, mjaðmagrind og á hendi, segir í ákærunni.

Árásin átti sér stað aðfaranótt föstudagsins 7. maí árið 2010 í Þingholtsstræti og nokkru síðar í Bankastræti, til móts við veitingastaðinn Sólon.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu neituðu mennirnir þrír, sök við aðalmeðferðina í morgun og sögðust ekki muna eftir árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×