Ný framboð hugnast kjósendum vel 24. janúar 2012 15:36 Björt framtíð gæti átt bjarta framtíð fyrir sér. Markaðsrannsóknafyrirtækið MMR hefur kannað afstöðu fólks til þess að kjósa nokkur ný stjórnmálaöfl sem annaðhvort hafa lýst yfir framboði eða rætt hefur verið um að mæti til leiks fyrir næstu kosningar. Svo virðist sem Íslendingum hugnist ágætlega að kjósa eitthvað nýtt í næstu kosningum en 52 prósent þeirra sem taka afstöðu segja eitthvert framboðanna sem nefnt var koma til greina sem valkostur við næstu kosningar. „Lítill munur reyndist á fjölda þeirra sem sagði það koma til greina að kjósa einstök framboð (að Hægri-grænum undanskyldum)," segir í tilkynningu frá MMR. „Um og yfir 23% þeirra sem tóku afstöðu sögðu það koma til greina að kjósa Bjarta framtíð (undir forystu Guðmundar Steingrímssonar og Besta flokksins), nýtt framboð undir forystu Ólafs Ragnars Grímssonar eða nýtt framboð undir forystu Lilju Mósesdóttur. Öllu færri, eða 5,6% þeirra sem tóku afstöðu, sögðu það koma til greina að kjósa Hægri-græna (undir forystu Guðmundar Franklín Jónssonar)."MMR bendir á að athyglivert sé að skoða niðurstöðurnar út frá stuðningi fólks við gömlu flokkana. „Ber þar hæst að af þeim sem að öðrum kosti myndu kjósa Samfylkinguna nú voru 60,0% sem sögðu eitthvert ný-framboðanna fjögurrra koma til greina. Munaði þar mest um að 47,5% stuðningsfólks Samfylkingarinnar sagði að framboð Bjartrar framtíðar kæmi til greina. Sé litið til annarra stjórnmálaflokka má nefna að 49,2% Framsóknarmanna töldu að eitthvert framboðanna kæmu til greinar og þá helst nýtt framboð undir forystu Ólafs Ragnars Grímssonar (37,9%). Af kjósendum Vinstri-grænna voru 38,7% sem sögðu eitthvert framboðanna koma til greina, einkum Björt framtíð (21,5%) og nýtt framboð undir forystu Lilju Mósesdóttur (19,2%). Þá voru 31,7% Sjálfstæðismanna sem sögðu að eitthvert framboðanna koma til greina og þá helst möguleg ný-framboð Lilju Mósesdóttur (15,4%) eða Ólafs Ragnars Grímssonar (14,9%)." Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Markaðsrannsóknafyrirtækið MMR hefur kannað afstöðu fólks til þess að kjósa nokkur ný stjórnmálaöfl sem annaðhvort hafa lýst yfir framboði eða rætt hefur verið um að mæti til leiks fyrir næstu kosningar. Svo virðist sem Íslendingum hugnist ágætlega að kjósa eitthvað nýtt í næstu kosningum en 52 prósent þeirra sem taka afstöðu segja eitthvert framboðanna sem nefnt var koma til greina sem valkostur við næstu kosningar. „Lítill munur reyndist á fjölda þeirra sem sagði það koma til greina að kjósa einstök framboð (að Hægri-grænum undanskyldum)," segir í tilkynningu frá MMR. „Um og yfir 23% þeirra sem tóku afstöðu sögðu það koma til greina að kjósa Bjarta framtíð (undir forystu Guðmundar Steingrímssonar og Besta flokksins), nýtt framboð undir forystu Ólafs Ragnars Grímssonar eða nýtt framboð undir forystu Lilju Mósesdóttur. Öllu færri, eða 5,6% þeirra sem tóku afstöðu, sögðu það koma til greina að kjósa Hægri-græna (undir forystu Guðmundar Franklín Jónssonar)."MMR bendir á að athyglivert sé að skoða niðurstöðurnar út frá stuðningi fólks við gömlu flokkana. „Ber þar hæst að af þeim sem að öðrum kosti myndu kjósa Samfylkinguna nú voru 60,0% sem sögðu eitthvert ný-framboðanna fjögurrra koma til greina. Munaði þar mest um að 47,5% stuðningsfólks Samfylkingarinnar sagði að framboð Bjartrar framtíðar kæmi til greina. Sé litið til annarra stjórnmálaflokka má nefna að 49,2% Framsóknarmanna töldu að eitthvert framboðanna kæmu til greinar og þá helst nýtt framboð undir forystu Ólafs Ragnars Grímssonar (37,9%). Af kjósendum Vinstri-grænna voru 38,7% sem sögðu eitthvert framboðanna koma til greina, einkum Björt framtíð (21,5%) og nýtt framboð undir forystu Lilju Mósesdóttur (19,2%). Þá voru 31,7% Sjálfstæðismanna sem sögðu að eitthvert framboðanna koma til greina og þá helst möguleg ný-framboð Lilju Mósesdóttur (15,4%) eða Ólafs Ragnars Grímssonar (14,9%)."
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira