Innlent

Dirty Night á Akureyri aflýst

Óli Geir á og rekur fyrirtækið Agent.is.
Óli Geir á og rekur fyrirtækið Agent.is.
Samkomulag hefur náðst um að aflýsa Dirty Night-kvöldi sem halda átti á Sjallanum á Akureyri laugardagskvöldið 4. febrúar næstkomandi.

Í tilkynningu frá Akureyrarbæ segir að bærinn, ásamt agent.is og rekstraraðilum Sjallans, hafi ákveðið að aflýsa viðburðinum þar sem hann stríði mjög gegn jafnréttisstefnu bæjarins, þar sem meðal annars er lögð áhersla á að vinna gegn stöðluðum kynjaímyndun.

Viðburðir sem þessir hafa verið haldnir víða um land og verið mjög umdeildir. Í nóvember var slíkt kvöld haldið í Kópavogi og kærði bærinn auglýsingu fyrir viðburðinn þar sem talið var að hann bryti janfréttislög. Kvöldið fór þó fram, þrátt fyrir kæruna.

„Akureyrarbær fagnar þeirri samfélagslegu ábyrgð sem rekstraraðilar Sjallans sýna í þessu máli," segir í tilkynningunni frá Akureyrarbæ.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×