Innlent

Halldór Helgason gæti orðið brettamaður ársins á ESPN

Halldór Helgason
Halldór Helgason
Halldór Helgason snjóbrettamaður frá Akureyri er kominn í úrslit í kosningu ESPN á brettamanni ársins.

Valdir voru 8 bestu brettamenn heims og var Halldór sá eini utan Ameríku. Í fyrstu umferð sló hann út Bandaríkjamanninn Scott Stevens með 54% atkvæða og í undanúrslitunum sigraði hann annan Bandaríkjamann, Dan Brisse með 62% atkvæða.

Í úrslitunum mætir hann svo Kanadamanninum Louis-Felix Paradis en hægt er að kjósa í keppninni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×