Ný Vestmannaeyjaferja í síðasta lagi 2015 25. janúar 2012 11:49 Mynd/GVA Gert er ráð fyrir því að ný ferja geti hafið siglingar í Landeyjahöfn í síðasta lagi árið 2015. Þetta kemur fram í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu en ráðuneytið kynnti áformin á fundi í dag. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ásamt Vestmannaeyjabæjar, Siglingastofnunar og Vegagerðarinnar farið yfir stöðuna varðandi siglingar í Landeyjahöfn og á þeim fundum hefur verið fjallað um smíði nýrrar ferju, fyrirkomulag siglinga þar til ný ferja verður komin í gagnið, líklega þróun sandburðar við Landeyjahöfn og rannsóknir sem framundan eru. „Við fjármögnun verður litið til verkefnisins í heild sinni, þ.e. smíði nýrrar ferju og aðgerða til aðlögunar Landeyjahafnar að breyttum náttúrulegum aðstæðum." Þá segir að áhersla hafi verið lögð á það sem snúi að nýju skipi enda talið einsýnt að siglingar í Landeyjahöfn verði verulegum takmörkunum háðar meðan siglt er á núverandi skipi. „Mikilvægt er að hönnun nýrrar ferju taki mið af þeim aðstæðum sem ríkja í og við Landeyjahöfn. Ýmsar leiðir hafa verið ræddar varðandi fjármögnun og smíði nýrrar ferju. Efst á blaði nú er að vinna áfram með þá hugmynd að stofna hlutafélag um verkefnið. Mögulegir eignaraðilar yrðu ríkið, Vestmannaeyjabær og lífeyrissjóðir. Ákveðið hefur verið að hefja könnunarviðræður um þetta fyrirkomulag enda hafa allir þessir aðilar lýst áhuga sínum á að kanna þessa leið frekar. Gert er ráð fyrir að ný ferja gæti hafið siglingar í síðasta lagi árið 2015," segir ennfremur. Þá segir að af hálfu Siglingastofnunar sé nú unnið að endurskoðun útreikninga á efnisburði meðal annars í ljósi breyttra aðstæðna. „Lögð hefur verið rík áhersla á að skýra byrjunarörðugleika tengda sandburði og vinna að lausnum til að draga úr honum með ákveðnum aðgerðum. Meðal annars er til skoðunar uppbygging á rifi sem skýlir höfninni og dregur úr sandburði auk fasts dælubúnaðar. Hér eftir sem hingað til mun stofnunin fá utanaðkomandi sérfræðinga til aðstoðar. Áfram verður unnið með dönsku straumfræðistöðinni DHI en jafnframt leitað álita hjá tveimur reyndum erlendum aðilum sem ekki komu að hönnun hafnarinnar." Að síðustu segir í tilkynningunni að höfnin hafi breytt miklu fyrir Vestmannaeyjabæ og nágrannasveitarfélög. „Farþegafjöldi með Herjólfi hefur rúmlega tvöfaldast og almenn ánægja er með siglingar. Með það í huga munu innanríkisráðuneytið, Siglingastofnun, Vegagerðin og Vestmannaeyjabær í sameiningu leita allra leiða til að nýta Landeyjahöfn sem best til ársins 2015 jafnvel þótt slíkt verði með takmörkunum." Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Gert er ráð fyrir því að ný ferja geti hafið siglingar í Landeyjahöfn í síðasta lagi árið 2015. Þetta kemur fram í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu en ráðuneytið kynnti áformin á fundi í dag. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ásamt Vestmannaeyjabæjar, Siglingastofnunar og Vegagerðarinnar farið yfir stöðuna varðandi siglingar í Landeyjahöfn og á þeim fundum hefur verið fjallað um smíði nýrrar ferju, fyrirkomulag siglinga þar til ný ferja verður komin í gagnið, líklega þróun sandburðar við Landeyjahöfn og rannsóknir sem framundan eru. „Við fjármögnun verður litið til verkefnisins í heild sinni, þ.e. smíði nýrrar ferju og aðgerða til aðlögunar Landeyjahafnar að breyttum náttúrulegum aðstæðum." Þá segir að áhersla hafi verið lögð á það sem snúi að nýju skipi enda talið einsýnt að siglingar í Landeyjahöfn verði verulegum takmörkunum háðar meðan siglt er á núverandi skipi. „Mikilvægt er að hönnun nýrrar ferju taki mið af þeim aðstæðum sem ríkja í og við Landeyjahöfn. Ýmsar leiðir hafa verið ræddar varðandi fjármögnun og smíði nýrrar ferju. Efst á blaði nú er að vinna áfram með þá hugmynd að stofna hlutafélag um verkefnið. Mögulegir eignaraðilar yrðu ríkið, Vestmannaeyjabær og lífeyrissjóðir. Ákveðið hefur verið að hefja könnunarviðræður um þetta fyrirkomulag enda hafa allir þessir aðilar lýst áhuga sínum á að kanna þessa leið frekar. Gert er ráð fyrir að ný ferja gæti hafið siglingar í síðasta lagi árið 2015," segir ennfremur. Þá segir að af hálfu Siglingastofnunar sé nú unnið að endurskoðun útreikninga á efnisburði meðal annars í ljósi breyttra aðstæðna. „Lögð hefur verið rík áhersla á að skýra byrjunarörðugleika tengda sandburði og vinna að lausnum til að draga úr honum með ákveðnum aðgerðum. Meðal annars er til skoðunar uppbygging á rifi sem skýlir höfninni og dregur úr sandburði auk fasts dælubúnaðar. Hér eftir sem hingað til mun stofnunin fá utanaðkomandi sérfræðinga til aðstoðar. Áfram verður unnið með dönsku straumfræðistöðinni DHI en jafnframt leitað álita hjá tveimur reyndum erlendum aðilum sem ekki komu að hönnun hafnarinnar." Að síðustu segir í tilkynningunni að höfnin hafi breytt miklu fyrir Vestmannaeyjabæ og nágrannasveitarfélög. „Farþegafjöldi með Herjólfi hefur rúmlega tvöfaldast og almenn ánægja er með siglingar. Með það í huga munu innanríkisráðuneytið, Siglingastofnun, Vegagerðin og Vestmannaeyjabær í sameiningu leita allra leiða til að nýta Landeyjahöfn sem best til ársins 2015 jafnvel þótt slíkt verði með takmörkunum."
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira