Enski boltinn

Mancini: Dómarar verða líka þreyttir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að mikið leikjaálag hafi haft áhrif á störf dómara að undanförnu.

Mancini er ósáttur við að Vincent Kompany, fyrirliði liðsins, fékk á dögunum rautt spjald og að Mario Balotelli hafi verið dæmdur eftir á í fjögurra leikja bann fyrir að traðka á andstæðingi. Þá var dæmd vítaspyrna í leik City og Liverpool á dögunum sem hann var ósáttur við.

„Dómararnir verða líka þreyttir og ég held að það sé erfitt fyrir þá að dæma jafn marga leiki og þeir gera. Það er erfitt fyrir leikmenn að spila á 2-3 daga fresti og á það sama við um dómara."

Mancini segir að ekkert samsæri ríki um á meðal dómara að dæma City í óhag. „Alls ekki. Svona er þetta bara í desember og janúar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×