Sakfelling kom ekki á óvart Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. apríl 2012 10:58 Andri Árnason undirbýr málflutning sinn fyrir Landsdómi. mynd/ gva. Andri Árnason, verjandi Geirs Haarde, segir að hann hafi alltaf gert ráð fyrir að það gæti myndast meirihluti í Landsdómi sem ekki myndi vilja sýkna alveg í málinu. Geir var í gær sakfelldur fyrir brot gegn 17. grein stjórnarskrárinnar um að hafa látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Geir var sýknaður í þremur liðum ákærunnar en tveimur liðum hennar hafði verið vísað frá dómi áður en aðalmeðferð hófst. Andri segir að það hafi verið fyrirsjáanlegt að það yrði sýknað í liðum 1.3 - 1.5, en þeir liðir sneru að samráðshópi um fjármálastöðugleika, stærð bankakerfisins og Icesave reikningana. Sakfellt var í ákærulið 2, en Andri segist efast um að menn hefðu ákært fyrir það eitt og sér. „Ég dreg það mjög í efa að menn hefðu lagt af stað með það mál," segir Andri og bætir við að þessi skylda til að halda ráðherrafundi sé ekki byggð á traustum lagagrundvelli. Þá segir hann jafnframt að þessi niðurstaða brjóti gegn því grunnsjónarmiði stjórnskipunarinnar að hver ráðherra beri algjörlega ábyrgð á sínum verkefnum. „Ríkisstjórnarfundir eiga ekki að hafa sérstakt lögfræðilegt vægi þótt þeir séu mikilvægir í pólitískum tilgangi," segir Andri. Landsdómur geri, nokkuð óvænt, mjög mikið úr vægi ríkisstjórnarfunda.Ekki hægt að gera áætlun um viðbrögð við bankahruni Andri segir að óljóst sé af lögskýringargögnum hvaða skylda felist í 17. gr. stjórnarskrárinnar um ráðherrafundi. A.m.k. sé ljóst að formbrot eitt og sér hefði tæplega getað leitt til áfellis. „Þess vegna fer meirihlutinn líklega í þann snúning að segja að þetta sé ekki bara formbrot heldur hafi haft efnislega þýðingu," segir Andri. Þar með lendi Landsdómur í því að þurfa að kveða á um í dómnum að það hefði átt að marka pólitíska stefnu innan ríkisstjórnarinnar um það hvernig ætti að bregðast við bankahruni fyrirfram. Vandinn er hins vegar sá að áföll á fjármálamarkaði eru svo sérstök að það er ekki hægt að kortleggja þau með þeim hætti. Þetta eigi við bæði á Íslandi og annarsstaðar í heiminum. Enda standi ekkert í dómnum um það út á hvað hin pólitíska stefna hefði átt að ganga. „Fyrir utanaðkomandi aðila kann það að hljóma eins og vanræksla að gera ekki bara áætlun um hvernig bregðast skuli við bankahruni, og leysa vandamálið þannig, en þetta er því miður ekki svo einfalt. Þú verður eiginlega bara að bíða og mæta vandamálinu þegar það kemur," segir Andri og bætir því við að þetta hafi menn upplifað um allan heim.Óljóst hvort það þjóni tilgangi að leita til Mannréttindadómstólsins Andri segir of snemmt að velta því fyrir sér hvort málið gegn Geir fari alla leið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Margt í undirbúningi málsins og málsmeðferðinni hafi verið óvenjulegt og gagnrýnivert. Það er hins vegar spurning hvaða þýðingu það myndi hafa að vísa málinu þangað. Það verði að skoða nánar", segir Andri, sem bætir því við að þetta sé væntanlega og vonandi fyrsta og eina málið sem fer fyrir Landsdóm. Landsdómur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Andri Árnason, verjandi Geirs Haarde, segir að hann hafi alltaf gert ráð fyrir að það gæti myndast meirihluti í Landsdómi sem ekki myndi vilja sýkna alveg í málinu. Geir var í gær sakfelldur fyrir brot gegn 17. grein stjórnarskrárinnar um að hafa látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Geir var sýknaður í þremur liðum ákærunnar en tveimur liðum hennar hafði verið vísað frá dómi áður en aðalmeðferð hófst. Andri segir að það hafi verið fyrirsjáanlegt að það yrði sýknað í liðum 1.3 - 1.5, en þeir liðir sneru að samráðshópi um fjármálastöðugleika, stærð bankakerfisins og Icesave reikningana. Sakfellt var í ákærulið 2, en Andri segist efast um að menn hefðu ákært fyrir það eitt og sér. „Ég dreg það mjög í efa að menn hefðu lagt af stað með það mál," segir Andri og bætir við að þessi skylda til að halda ráðherrafundi sé ekki byggð á traustum lagagrundvelli. Þá segir hann jafnframt að þessi niðurstaða brjóti gegn því grunnsjónarmiði stjórnskipunarinnar að hver ráðherra beri algjörlega ábyrgð á sínum verkefnum. „Ríkisstjórnarfundir eiga ekki að hafa sérstakt lögfræðilegt vægi þótt þeir séu mikilvægir í pólitískum tilgangi," segir Andri. Landsdómur geri, nokkuð óvænt, mjög mikið úr vægi ríkisstjórnarfunda.Ekki hægt að gera áætlun um viðbrögð við bankahruni Andri segir að óljóst sé af lögskýringargögnum hvaða skylda felist í 17. gr. stjórnarskrárinnar um ráðherrafundi. A.m.k. sé ljóst að formbrot eitt og sér hefði tæplega getað leitt til áfellis. „Þess vegna fer meirihlutinn líklega í þann snúning að segja að þetta sé ekki bara formbrot heldur hafi haft efnislega þýðingu," segir Andri. Þar með lendi Landsdómur í því að þurfa að kveða á um í dómnum að það hefði átt að marka pólitíska stefnu innan ríkisstjórnarinnar um það hvernig ætti að bregðast við bankahruni fyrirfram. Vandinn er hins vegar sá að áföll á fjármálamarkaði eru svo sérstök að það er ekki hægt að kortleggja þau með þeim hætti. Þetta eigi við bæði á Íslandi og annarsstaðar í heiminum. Enda standi ekkert í dómnum um það út á hvað hin pólitíska stefna hefði átt að ganga. „Fyrir utanaðkomandi aðila kann það að hljóma eins og vanræksla að gera ekki bara áætlun um hvernig bregðast skuli við bankahruni, og leysa vandamálið þannig, en þetta er því miður ekki svo einfalt. Þú verður eiginlega bara að bíða og mæta vandamálinu þegar það kemur," segir Andri og bætir því við að þetta hafi menn upplifað um allan heim.Óljóst hvort það þjóni tilgangi að leita til Mannréttindadómstólsins Andri segir of snemmt að velta því fyrir sér hvort málið gegn Geir fari alla leið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Margt í undirbúningi málsins og málsmeðferðinni hafi verið óvenjulegt og gagnrýnivert. Það er hins vegar spurning hvaða þýðingu það myndi hafa að vísa málinu þangað. Það verði að skoða nánar", segir Andri, sem bætir því við að þetta sé væntanlega og vonandi fyrsta og eina málið sem fer fyrir Landsdóm.
Landsdómur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira