Innlent

Herjólfur aftur á leið til Vestmannaeyja

Herjólfur er nú á leið aftur til Vestmannaeyja þar sem ófært var í innsiglingunni til Landeyjahafnar.

Aflýsa þurfti ferðum Herfjólfs fyrr í dag vegna mikillar ölduhæðar en náði 3.1 og 2.8 metrum.

Ölduhæðin í Landeyjahöfn hafði þó lækkað þó nokkuð síðastliðnar klukkustundir og því var ákveðið að sigla klukkan hálf þrjú í dag.

Eins og áður segir var skipinu snúið við og eru farþegar beðnir um að fylgjast með fréttum af áætlun skipsins á vefnum Herjólfur.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×