Innlent

Misræmi í framkvæmd kosninga

Jónas Margeir Ingólfsson skrifar
Öryrkjabandalag Íslands hyggst láta kæra forsetakosningarnar og krefjast ógildingar á þeim. Formaður öryrkjabandalagsins segir að ekki megi gefa neinn afslátt af mannréttindum.

„Það er að segja einhvern frá stjórnvöldum. Þetta er ekki leynileg kosning og ætti ekki að líðast," Guðmundur Magnússon, formaður ÖBÍ.

Guðmundur segir að blindrafélagið hafi barist ötullega fyrir því að undanþága var gerð fyrir stjórnlagaþingskosningarnar, vegna þess hversu flókin sú kosning var.

„Svo var því lofað að þessi grein kosningalaga yrði lagfærð fyrir næstu kosningar. Það var ekki gert."

Hann segir þetta mikið hagsmunamál fyrir fólk með líkamlega fötlun.

„Mannréttindi eru ekki til staðar til þess að geyma. Þau verða ávallt að vera til staðar."

Hann segir að Öryrkjabandalagið muni ekki sjálft kæra heldur einstaklingar sem fengu ekki að velja eigin aðstoðarmann til að fylgja sér inn í kjörklefann. Öryrkjabandalagið verði hins vegar bakhjarl þeirra.

„Nú er bara að safna liði og drífa í því að senda inn kæru."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×