Innlent

Svartur á leik: Glæpirnir á bak við söguna

Óupplýst bankarán, umfangsmikil tryggingasvik og eitt stærsta fíkniefnamál Íslandssögunnar er á meðal þess sem byggt er á í kvikmyndinni Svartur á leik. Andri Ólafsson dustar rykið af gömlum sakamálum sem urðu innblástur fyrir þessa vinsælustu kvikmynd landsins um þessar mundir. Þeir sem eiga eftir að sjá myndina ættu kannski að hætta að lesa núna.

Það hefur margoft komið fram að vinsælasta mynd landsins um þessar mundir, Svartur á leik, er byggð að að einhverju leiti á raunverulegum atburðum úr íslenskum undirheimum. En hvaða mál eru þetta? Og hversu nákvæmlega byggir myndin á því sem raunverulega gerðist.

Þegar rithöfundurinn Stefán Máni skrifaði Svartur á Leik naut hann stuðnings heimildarmanna, meðal annars höfuðpaura úr stóra Fíkniefnamálinu svokallaða. Það mál er eins og rauður þráður í gegn um kvikmyndina. Skipulagning og verkaskipting fíkniefnadreifingarinnar eins og hún birtist í Svartur á leik er að miklu leiti byggð á því máli. Og BMW bílafloti höfuðpauranna er ansi kunnuglegur.

Í innslaginu hér fyrir ofan eru raunverulegir glæpir sem myndin byggir á, rifjaðir upp.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.