Vögguvísa komin aftur í bókabúðir 10. ágúst 2012 20:00 Þorsteinn Surmeli, Sigrún Margrét Guðmundsdóttir, Anna Lea Friðriksdóttir, Þórunn Kristjándóttir og Svavar Steinar Guðmundsson. Á dögunum var skáldsagan Vögguvísa eftir Elías Már endurútgefin, en hún kom fyrst út árið 1950. Ekki er víst að allir þekki bókina, sem jafnan er talin fyrsta Reykjavíkursagan, en gangi áætlanir eftir verður raunin önnur strax í haust. Vögguvísa verður í brennidepli á lestrarhátíð Reykjavíkur Bókmenntaborgar Unesco í október og verður slagorðið "ein borg, ein bók" í hávegum haft. Hugmyndin er að allir borgarbúar lesi Vögguvísu og umræðan um hana verði alltumlykjandi - á öllum skólastigum, í fjölmiðlum, á bókasöfnum, hvar sem er verði fólk að velta fyrir sér Vögguvísu. "Þegar þú ferð í klippingu áttu meira að segja að vera að tala um hana við manneskjuna sem situr við hliðina á þér," segir Svavar Steinarr Guðmundsson hjá bókaútgáfunni Lesstofunni, sem stendur fyrir endurútgáfunni. Vögguvísa er annað verkið sem kemur út á vegum Lesstofunnar og kemur í kjölfar Angantýs eftir Elínu Thorarensen. "Öfugt við flestar aðrar skáldsögur sem komu út í kringum 1950 er Vögguvísa ekki full af fortíðarþrá og stöðugt að miða borgina við sveitina. Sveitin er ekki til í hugmyndaheimi unglinganna í bókinni. Þarna nær Elías að fanga þessa nýju borg, sem er að verða til beint fyrir framan nefið á honum," segir Svavar, beðinn um að útskýra hvað geri söguna svo einstaka. Við skriftirnar fór Elías út á meðal unglinga, rannsakaði þeirra tungutak og bjó sér til safn yfir slangurorð og orðasambönd þeirra. Bókin er öll skrifuð á því tungutaki og er því einstök heimild um tjáningarmáta unglinga þessa tíma. Slangurorðasafnið er birt í heild sinni í endurútgáfu bókarinnar, en áður hefur einungis brot af því birst, í viðtalsbók Hjálmars Sveinssonar við Elías frá árinu 2007, Nýr penni í nýju lýðveldi. Svavar segir stórskemmtilegt að velta fyrir sér orðunum í safninu. "Mörg þessara orða lítum við ekki á sem slangur lengur, heldur sem góð og gild íslensk orð, svo sem orðið brandari. En svo er líka slangur þarna sem við þekkjum alls ekki í dag, og nokkur kjánaleg orð inn á milli." Vögguvísa er önnur bókin sem kemur út á vegum Lesstofunnar frá því hún var sett á stofn fyrir rúmu ári síðan. Að útgáfunni standa fimm fyrrverandi skólafélagar við Háskóla Íslands, sem vildu vinna að sameiginlegum áhugamáli sínu að námi loknu og láta að sér kveða í íslenskri bók menntaumræðu. Svavar segir megináherslu lagða á endurútgáfu mikilvægra verka í íslenskri bókmenntasögu, sem fyrir einhverjar sakir hafi týnst eða gleymst. Fleiri endurútgáfur séu væntanlegar frá útgáfunni, auk bæði nýrra þýddra og íslenskra skáldverka. Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Á dögunum var skáldsagan Vögguvísa eftir Elías Már endurútgefin, en hún kom fyrst út árið 1950. Ekki er víst að allir þekki bókina, sem jafnan er talin fyrsta Reykjavíkursagan, en gangi áætlanir eftir verður raunin önnur strax í haust. Vögguvísa verður í brennidepli á lestrarhátíð Reykjavíkur Bókmenntaborgar Unesco í október og verður slagorðið "ein borg, ein bók" í hávegum haft. Hugmyndin er að allir borgarbúar lesi Vögguvísu og umræðan um hana verði alltumlykjandi - á öllum skólastigum, í fjölmiðlum, á bókasöfnum, hvar sem er verði fólk að velta fyrir sér Vögguvísu. "Þegar þú ferð í klippingu áttu meira að segja að vera að tala um hana við manneskjuna sem situr við hliðina á þér," segir Svavar Steinarr Guðmundsson hjá bókaútgáfunni Lesstofunni, sem stendur fyrir endurútgáfunni. Vögguvísa er annað verkið sem kemur út á vegum Lesstofunnar og kemur í kjölfar Angantýs eftir Elínu Thorarensen. "Öfugt við flestar aðrar skáldsögur sem komu út í kringum 1950 er Vögguvísa ekki full af fortíðarþrá og stöðugt að miða borgina við sveitina. Sveitin er ekki til í hugmyndaheimi unglinganna í bókinni. Þarna nær Elías að fanga þessa nýju borg, sem er að verða til beint fyrir framan nefið á honum," segir Svavar, beðinn um að útskýra hvað geri söguna svo einstaka. Við skriftirnar fór Elías út á meðal unglinga, rannsakaði þeirra tungutak og bjó sér til safn yfir slangurorð og orðasambönd þeirra. Bókin er öll skrifuð á því tungutaki og er því einstök heimild um tjáningarmáta unglinga þessa tíma. Slangurorðasafnið er birt í heild sinni í endurútgáfu bókarinnar, en áður hefur einungis brot af því birst, í viðtalsbók Hjálmars Sveinssonar við Elías frá árinu 2007, Nýr penni í nýju lýðveldi. Svavar segir stórskemmtilegt að velta fyrir sér orðunum í safninu. "Mörg þessara orða lítum við ekki á sem slangur lengur, heldur sem góð og gild íslensk orð, svo sem orðið brandari. En svo er líka slangur þarna sem við þekkjum alls ekki í dag, og nokkur kjánaleg orð inn á milli." Vögguvísa er önnur bókin sem kemur út á vegum Lesstofunnar frá því hún var sett á stofn fyrir rúmu ári síðan. Að útgáfunni standa fimm fyrrverandi skólafélagar við Háskóla Íslands, sem vildu vinna að sameiginlegum áhugamáli sínu að námi loknu og láta að sér kveða í íslenskri bók menntaumræðu. Svavar segir megináherslu lagða á endurútgáfu mikilvægra verka í íslenskri bókmenntasögu, sem fyrir einhverjar sakir hafi týnst eða gleymst. Fleiri endurútgáfur séu væntanlegar frá útgáfunni, auk bæði nýrra þýddra og íslenskra skáldverka.
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira