Innlent

Smygluðu fíkniefnum í gegnum Bretland - loks gripnir á Íslandi

Mennirnir voru að lokum stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli.
Mennirnir voru að lokum stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli.
Mál þriggja karlmanna sem ákærðir eru fyrir fíkniefnasmygl var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Einn mannanna er ákærður fyrir að skipuleggja smyglið en hinir tveir fyrir að smygla fíkniefnunum frá Porto í Portúgal til Lundúna og þaðan til Keflavíkurflugvallar þar sem þeir voru loksins stöðvaðir.

Mennirnir földu efnið, sem var kókaín, í Nivea brúsa, en alls fundust um 190 grömm af efninu í brúsanum. Úr því má vinna 280 grömm af kókaíni.

Mennirnir tóku ekki afstöðu til sakarefnanna í þingfestingu málsin í gær og var því frestað fram á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×