Innlent

Færð og aðstæður: Hálka víða á Suðurlandi

Hálkublettir eru á Hellisheiði og Þrengslum en snjóþekja á Lyngdalsheiði, en hálkublettir eru víðast hvar á Suðurlandi. Hálka er í Kringum Vík.

Á Vesturlandi er hálka og hálkublettir. Hálka og éljagangur er á Bröttubrekku og þæfingur á Holtavörðuheiði en verið er að hreinsa.

Á Vestfjörðum er víðast hvar hálka eða jafnvel snjóþekja. Þæfingsfærð er á Klettshálsi og frá Þorskafirði í Gufudal. Einnig er þæfingur á Hálfdán og Mikladal en þar er unnið að mokstri. Þungfært er á Kleifaheiði og þungfært og skafrenningur á Þröskuldum og Steingrímsfjarðarheiði og þæfingur á Ströndum.

Það er hálka og hálkublettir á Norðurlandi. Hálkublettir og skafrenningur er á Öxnadalsheiði og hálka og éljagangur á Víkurskarði.

Hálkublettir eru á Mývatns- og Möðrudalsöræfum en vegir á Austurlandi og Suðausturlandi eru víðast hvar auðir. Hálkublettir eru á Öxi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×