Bókadómur: Kortið og landið 1. nóvember 2012 12:00 Kortið og landið Bækur HHHHH Kortið og landið Michel Houellebecq. Friðrik Rafnsson þýddi. Mál og menning Kortið og landið er þriðja skáldsaga Michel Houellebecq sem kemur út í íslenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar. Tvær hinnar fyrri, Öreindirnar og Áform, vöktu heilmikla athygli, enda voru þær sláandi róttækar, bæði í greiningu sinni á samtímanum og í lýsingum á ofbeldi og kynlífi sem mörgum þóttu klámfengnar. Kortið og landið er af nokkuð öðru tagi, ekki eins ágeng og grimm og fyrri sögur Houellebecq. Bókin skiptist í þrjá hluta. Í þeim fyrsta kynnumst við listamanninum Jed Martin sem er heimsfrægur málari, ferli hans og uppvexti. Í öðrum hluta verður nokkur breyting á. Jed er fremur vinafár og einrænn, en við undirbúning stærstu sýningar sinnar kynnist hann rithöfundinum Michel Houellebeqc, ?höfundi Öreindanna?, eins og hann er kynntur í sögunni. Sú mynd sem dregin er upp af Houellebecq er fremur nöturleg. Hann er einmana maður, rétt eins og Jed, og þeir tengjast á einhvern undarlegan hátt, eitthvað við Houellebecq heillar Jed svo að hann afræður að mála af honum mynd, mynd sem verður meistaraverk hans. Í þriðja hluta sögunnar skiptir hún algerlega um gír. Sá hluti er sundurlausastur. Í upphafi hans er eins og sagan sé að snúast upp í hreinræktaða glæpasögu, sögumaður sem í fyrstu tveimur hlutunum hefur fylgt Jed eftir, fer allt í einu að sjá heiminn með augum lögregluforingja sem rannsakar hrottalegt morð þar sem Houellebecq sjálfur er myrtur. Hér grípur Houllebecq til ýmissa bragða sem við þekkjum, annars vegar úr vopnabúri hins sjálfsmeðvitaða póstmódernisma, hins vegar úr glæpasögum. Það á ekki bara við um glæparannsóknina, ýmislegt í frásagnaraðferðinni minnir á aðferðir sem glæpasagnahöfundar nota til að fylla upp í frásögn og umhverfi sagna sinna. Sem fyrr er í sögu Houellebecq undirliggjandi greining á samtímanum. Í síðasta hlutanum snýst þessi greining svo upp í spásögn um framtíðina sem er jafn trúverðug og hún er fyrirsjáanleg. Þessi hluti bókarinnar er áberandi veikastur, ekki síst ef hann er borinn saman við fyrri sögur höfundarins. Stíll sögunnar er á köflum framandlegur, uppfullur af upplýsingum, tækniatriðum sem snerta ljósmyndun, listfræði og listasögu. Þá bætir ekki úr skák að Houellebecq notar skáletur ótæpilega í bókinni, oft til að draga fram einstök orð eða setningabrot, klisjur og orðaleppa sem læðast inn í hugsanir og orð bæði persóna og sögumanns. Þetta skáletur verður þreytandi til lengdar, því virðist ætlað að skopstæla innantómt gáfumannatal en sú skopstæling skilar litlu. Ég varð nokkrum sinnum hugsi yfir þýðingu Friðriks Rafnssonar, bæði vegna þess að mér fannst ákveðið misræmi í því hvað af vísunum og fræðiorðum var þýtt og hvað ekki (hvers vegna les fólk í íslenskri þýðingu ævintýri Spirou og Fantasio en ekki bara Sval og Val þegar ýmsir aðrir bókatitlar eru þýddir?) og eins vegna þess að á köflum varð textinn formlegri og stirðari en ella.Jón Yngvi Jóhannsson Niðurstaða: Áhugaverð skáldsaga eftir einn þekktasta og umdeildasta höfund samtímans en stenst illa samanburð við fyrri verk hans. Menning Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Bækur HHHHH Kortið og landið Michel Houellebecq. Friðrik Rafnsson þýddi. Mál og menning Kortið og landið er þriðja skáldsaga Michel Houellebecq sem kemur út í íslenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar. Tvær hinnar fyrri, Öreindirnar og Áform, vöktu heilmikla athygli, enda voru þær sláandi róttækar, bæði í greiningu sinni á samtímanum og í lýsingum á ofbeldi og kynlífi sem mörgum þóttu klámfengnar. Kortið og landið er af nokkuð öðru tagi, ekki eins ágeng og grimm og fyrri sögur Houellebecq. Bókin skiptist í þrjá hluta. Í þeim fyrsta kynnumst við listamanninum Jed Martin sem er heimsfrægur málari, ferli hans og uppvexti. Í öðrum hluta verður nokkur breyting á. Jed er fremur vinafár og einrænn, en við undirbúning stærstu sýningar sinnar kynnist hann rithöfundinum Michel Houellebeqc, ?höfundi Öreindanna?, eins og hann er kynntur í sögunni. Sú mynd sem dregin er upp af Houellebecq er fremur nöturleg. Hann er einmana maður, rétt eins og Jed, og þeir tengjast á einhvern undarlegan hátt, eitthvað við Houellebecq heillar Jed svo að hann afræður að mála af honum mynd, mynd sem verður meistaraverk hans. Í þriðja hluta sögunnar skiptir hún algerlega um gír. Sá hluti er sundurlausastur. Í upphafi hans er eins og sagan sé að snúast upp í hreinræktaða glæpasögu, sögumaður sem í fyrstu tveimur hlutunum hefur fylgt Jed eftir, fer allt í einu að sjá heiminn með augum lögregluforingja sem rannsakar hrottalegt morð þar sem Houellebecq sjálfur er myrtur. Hér grípur Houllebecq til ýmissa bragða sem við þekkjum, annars vegar úr vopnabúri hins sjálfsmeðvitaða póstmódernisma, hins vegar úr glæpasögum. Það á ekki bara við um glæparannsóknina, ýmislegt í frásagnaraðferðinni minnir á aðferðir sem glæpasagnahöfundar nota til að fylla upp í frásögn og umhverfi sagna sinna. Sem fyrr er í sögu Houellebecq undirliggjandi greining á samtímanum. Í síðasta hlutanum snýst þessi greining svo upp í spásögn um framtíðina sem er jafn trúverðug og hún er fyrirsjáanleg. Þessi hluti bókarinnar er áberandi veikastur, ekki síst ef hann er borinn saman við fyrri sögur höfundarins. Stíll sögunnar er á köflum framandlegur, uppfullur af upplýsingum, tækniatriðum sem snerta ljósmyndun, listfræði og listasögu. Þá bætir ekki úr skák að Houellebecq notar skáletur ótæpilega í bókinni, oft til að draga fram einstök orð eða setningabrot, klisjur og orðaleppa sem læðast inn í hugsanir og orð bæði persóna og sögumanns. Þetta skáletur verður þreytandi til lengdar, því virðist ætlað að skopstæla innantómt gáfumannatal en sú skopstæling skilar litlu. Ég varð nokkrum sinnum hugsi yfir þýðingu Friðriks Rafnssonar, bæði vegna þess að mér fannst ákveðið misræmi í því hvað af vísunum og fræðiorðum var þýtt og hvað ekki (hvers vegna les fólk í íslenskri þýðingu ævintýri Spirou og Fantasio en ekki bara Sval og Val þegar ýmsir aðrir bókatitlar eru þýddir?) og eins vegna þess að á köflum varð textinn formlegri og stirðari en ella.Jón Yngvi Jóhannsson Niðurstaða: Áhugaverð skáldsaga eftir einn þekktasta og umdeildasta höfund samtímans en stenst illa samanburð við fyrri verk hans.
Menning Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira