Segir eðlilegt að lögreglan rannsaki framboðslista VG skrifar 25. maí 2012 12:28 Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur skilað hátt í 200 undirskriftum til viðbótar í Reykjavík eftir að yfirkjörstjórn gerði athugasemdir við lista sem hann sendi inn í kjördæmið. Í viðtali í gær við Pál Hlöðvesson, formann yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, kom fram að úttekt kjörstjórnar í kjördæminu hafi leitt í ljós að einstaklingar á lista Ástþórs könnuðust ekki við að hafa skrifað sig á listann. Það virðist einnig hafa átt við í Reykjavík. „Ég hef engar sannanir um að svo sé, að þetta sé falsað," segir Ástþór í samtali við fréttastofu. „Svo er fólk ekki endilega tilbúið að upplýsa hvar það stendur í stjórnmálum þegar það er hringt í það frá yfirvöldum," bætir hann við spurður út í ásakanir um að meðmælendalistarnir séu ekki fyllilega réttir. Ástþór býst við að skila inn öllum kjörgögnum fyrir miðnætti en þá rennur framboðsfrestur til forsetakosninga út. Athygli vekur þó að Ástþór skilaði undirskriftum til kjörstjórna í apríl síðastliðnum. Hann var því einn af þeim fyrstu sem skilaði inn settum fjölda meðmælanda líkt og krafist er. Ástþór fór fram á það að kjörstjórnir færu yfir listana hið fyrsta til þess að kanna hvort þeir stæðust lög. Það var þó ekki gert fyrr en nú á síðustu dögum, skömmu áður en fresturinn rennur út. „Það hefur verið einstaklega illa staðið að undirbúningi forsetakosninganna þetta árið," segir Ástþór sem hefur nokkuð ágæta reynslu af forsetaframboðum. Sjálfur kvartar hann undan misvísandi upplýsingum frá yfirvöldum vegna kosninganna. Ástþór segist einnig hafa fundið fyrir því að óprúttnir aðilar hafi reynt að grafa undan framboði sínu. Þannig bauðst hann til þess á heimasíðu sinni að koma í heimsóknir á vinnustöðum og gátu einstaklingar sent honum póst þess eðlis. Hann fékk fjölda fyrirspurna, en þegar boðin voru könnuð, kom í ljós að enginn kannaðist við að hafa boðið Ástþóri á vinnustaðinn. „Ég talaði við lögregluna út af þessu," segir Ástþór sem lítur málið alvarlegum augum. Þegar fréttamaður spyr hvort þetta sé lögreglumál svarar Ástþór: „Þetta hlýtur að vera lögreglumál. Þetta er fals. Ég bauð þeim að rannsaka málið en þeir sögðu mér að það væri ekkert lögbrot framið." Spurður hvort það væri þá ekki tilefni fyrir lögreglu að rannsaka það hvort einstaklingar hefðu verið skrifaðir á meðmælandalista Ástþórs án þeirra vitundar, svarar Ástþór að svo ætti að sjálfsögðu að vera. Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur skilað hátt í 200 undirskriftum til viðbótar í Reykjavík eftir að yfirkjörstjórn gerði athugasemdir við lista sem hann sendi inn í kjördæmið. Í viðtali í gær við Pál Hlöðvesson, formann yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, kom fram að úttekt kjörstjórnar í kjördæminu hafi leitt í ljós að einstaklingar á lista Ástþórs könnuðust ekki við að hafa skrifað sig á listann. Það virðist einnig hafa átt við í Reykjavík. „Ég hef engar sannanir um að svo sé, að þetta sé falsað," segir Ástþór í samtali við fréttastofu. „Svo er fólk ekki endilega tilbúið að upplýsa hvar það stendur í stjórnmálum þegar það er hringt í það frá yfirvöldum," bætir hann við spurður út í ásakanir um að meðmælendalistarnir séu ekki fyllilega réttir. Ástþór býst við að skila inn öllum kjörgögnum fyrir miðnætti en þá rennur framboðsfrestur til forsetakosninga út. Athygli vekur þó að Ástþór skilaði undirskriftum til kjörstjórna í apríl síðastliðnum. Hann var því einn af þeim fyrstu sem skilaði inn settum fjölda meðmælanda líkt og krafist er. Ástþór fór fram á það að kjörstjórnir færu yfir listana hið fyrsta til þess að kanna hvort þeir stæðust lög. Það var þó ekki gert fyrr en nú á síðustu dögum, skömmu áður en fresturinn rennur út. „Það hefur verið einstaklega illa staðið að undirbúningi forsetakosninganna þetta árið," segir Ástþór sem hefur nokkuð ágæta reynslu af forsetaframboðum. Sjálfur kvartar hann undan misvísandi upplýsingum frá yfirvöldum vegna kosninganna. Ástþór segist einnig hafa fundið fyrir því að óprúttnir aðilar hafi reynt að grafa undan framboði sínu. Þannig bauðst hann til þess á heimasíðu sinni að koma í heimsóknir á vinnustöðum og gátu einstaklingar sent honum póst þess eðlis. Hann fékk fjölda fyrirspurna, en þegar boðin voru könnuð, kom í ljós að enginn kannaðist við að hafa boðið Ástþóri á vinnustaðinn. „Ég talaði við lögregluna út af þessu," segir Ástþór sem lítur málið alvarlegum augum. Þegar fréttamaður spyr hvort þetta sé lögreglumál svarar Ástþór: „Þetta hlýtur að vera lögreglumál. Þetta er fals. Ég bauð þeim að rannsaka málið en þeir sögðu mér að það væri ekkert lögbrot framið." Spurður hvort það væri þá ekki tilefni fyrir lögreglu að rannsaka það hvort einstaklingar hefðu verið skrifaðir á meðmælandalista Ástþórs án þeirra vitundar, svarar Ástþór að svo ætti að sjálfsögðu að vera.
Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira