Segir eðlilegt að lögreglan rannsaki framboðslista VG skrifar 25. maí 2012 12:28 Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur skilað hátt í 200 undirskriftum til viðbótar í Reykjavík eftir að yfirkjörstjórn gerði athugasemdir við lista sem hann sendi inn í kjördæmið. Í viðtali í gær við Pál Hlöðvesson, formann yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, kom fram að úttekt kjörstjórnar í kjördæminu hafi leitt í ljós að einstaklingar á lista Ástþórs könnuðust ekki við að hafa skrifað sig á listann. Það virðist einnig hafa átt við í Reykjavík. „Ég hef engar sannanir um að svo sé, að þetta sé falsað," segir Ástþór í samtali við fréttastofu. „Svo er fólk ekki endilega tilbúið að upplýsa hvar það stendur í stjórnmálum þegar það er hringt í það frá yfirvöldum," bætir hann við spurður út í ásakanir um að meðmælendalistarnir séu ekki fyllilega réttir. Ástþór býst við að skila inn öllum kjörgögnum fyrir miðnætti en þá rennur framboðsfrestur til forsetakosninga út. Athygli vekur þó að Ástþór skilaði undirskriftum til kjörstjórna í apríl síðastliðnum. Hann var því einn af þeim fyrstu sem skilaði inn settum fjölda meðmælanda líkt og krafist er. Ástþór fór fram á það að kjörstjórnir færu yfir listana hið fyrsta til þess að kanna hvort þeir stæðust lög. Það var þó ekki gert fyrr en nú á síðustu dögum, skömmu áður en fresturinn rennur út. „Það hefur verið einstaklega illa staðið að undirbúningi forsetakosninganna þetta árið," segir Ástþór sem hefur nokkuð ágæta reynslu af forsetaframboðum. Sjálfur kvartar hann undan misvísandi upplýsingum frá yfirvöldum vegna kosninganna. Ástþór segist einnig hafa fundið fyrir því að óprúttnir aðilar hafi reynt að grafa undan framboði sínu. Þannig bauðst hann til þess á heimasíðu sinni að koma í heimsóknir á vinnustöðum og gátu einstaklingar sent honum póst þess eðlis. Hann fékk fjölda fyrirspurna, en þegar boðin voru könnuð, kom í ljós að enginn kannaðist við að hafa boðið Ástþóri á vinnustaðinn. „Ég talaði við lögregluna út af þessu," segir Ástþór sem lítur málið alvarlegum augum. Þegar fréttamaður spyr hvort þetta sé lögreglumál svarar Ástþór: „Þetta hlýtur að vera lögreglumál. Þetta er fals. Ég bauð þeim að rannsaka málið en þeir sögðu mér að það væri ekkert lögbrot framið." Spurður hvort það væri þá ekki tilefni fyrir lögreglu að rannsaka það hvort einstaklingar hefðu verið skrifaðir á meðmælandalista Ástþórs án þeirra vitundar, svarar Ástþór að svo ætti að sjálfsögðu að vera. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur skilað hátt í 200 undirskriftum til viðbótar í Reykjavík eftir að yfirkjörstjórn gerði athugasemdir við lista sem hann sendi inn í kjördæmið. Í viðtali í gær við Pál Hlöðvesson, formann yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, kom fram að úttekt kjörstjórnar í kjördæminu hafi leitt í ljós að einstaklingar á lista Ástþórs könnuðust ekki við að hafa skrifað sig á listann. Það virðist einnig hafa átt við í Reykjavík. „Ég hef engar sannanir um að svo sé, að þetta sé falsað," segir Ástþór í samtali við fréttastofu. „Svo er fólk ekki endilega tilbúið að upplýsa hvar það stendur í stjórnmálum þegar það er hringt í það frá yfirvöldum," bætir hann við spurður út í ásakanir um að meðmælendalistarnir séu ekki fyllilega réttir. Ástþór býst við að skila inn öllum kjörgögnum fyrir miðnætti en þá rennur framboðsfrestur til forsetakosninga út. Athygli vekur þó að Ástþór skilaði undirskriftum til kjörstjórna í apríl síðastliðnum. Hann var því einn af þeim fyrstu sem skilaði inn settum fjölda meðmælanda líkt og krafist er. Ástþór fór fram á það að kjörstjórnir færu yfir listana hið fyrsta til þess að kanna hvort þeir stæðust lög. Það var þó ekki gert fyrr en nú á síðustu dögum, skömmu áður en fresturinn rennur út. „Það hefur verið einstaklega illa staðið að undirbúningi forsetakosninganna þetta árið," segir Ástþór sem hefur nokkuð ágæta reynslu af forsetaframboðum. Sjálfur kvartar hann undan misvísandi upplýsingum frá yfirvöldum vegna kosninganna. Ástþór segist einnig hafa fundið fyrir því að óprúttnir aðilar hafi reynt að grafa undan framboði sínu. Þannig bauðst hann til þess á heimasíðu sinni að koma í heimsóknir á vinnustöðum og gátu einstaklingar sent honum póst þess eðlis. Hann fékk fjölda fyrirspurna, en þegar boðin voru könnuð, kom í ljós að enginn kannaðist við að hafa boðið Ástþóri á vinnustaðinn. „Ég talaði við lögregluna út af þessu," segir Ástþór sem lítur málið alvarlegum augum. Þegar fréttamaður spyr hvort þetta sé lögreglumál svarar Ástþór: „Þetta hlýtur að vera lögreglumál. Þetta er fals. Ég bauð þeim að rannsaka málið en þeir sögðu mér að það væri ekkert lögbrot framið." Spurður hvort það væri þá ekki tilefni fyrir lögreglu að rannsaka það hvort einstaklingar hefðu verið skrifaðir á meðmælandalista Ástþórs án þeirra vitundar, svarar Ástþór að svo ætti að sjálfsögðu að vera.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira