Öflugasta skjálftahrina í tvo áratugi Hugrún Halldórsdóttir skrifar 21. október 2012 12:41 Á Siglufirði féll þessi stytta um koll og myndin fyrir ofan færðist til í einum skjálftanum. Jarðskjálftahrinan sem hefur gengið yfir Norðurland síðasta hálfa sólarhringinn er sú öflugasta sem hefur orðið á svæðinu í um tvo áratugi. Jarðskjálftafræðingur segir mikilvægt að fylgjast með framvindu mála þar sem jarðhræringarnar geti haft áhrif á skjálftavirkni annarra svæða. Nokkur hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Norðurlandi frá því í gærkvöldi en þeir eiga upptök sín um tuttugu kílómetra norðaustur af Siglufirði. Sá stærsti, að stærðinni fimm komma tveir, varð um hálftvöleytið í nótt og sá fannst greinilega víða að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings. „Hans var mjög harkalega vart á Siglufirði. Hann fannst mjög víða við utanverðan Eyjafjörð, Skagafjörð og Vestur-Húnavatnssýslu. Einhver þykist hafa orðið var við skjálftann hér í Reykjavík en það er mjög mikil næmni ef einnhver hefur orðið var við hann þar," segir Ragnar. Margir skjálftar hafa verið yfir þrír að stærð og mældist einn 3,5 nú rétt fyrir sjö í morgun. Um hálfellefuleytið mældist einn upp á þrjá og nú rétt fyrir tólf varð einn sem mældist þrír komma fimm. Engar tilkynningar hafa borist um slys á fólki eða tjón á eignum en skjálftarnir eru svokallaðir brotaskjálftar á þekktu jarðskjálftasvæði og ekki undanfari eldsumbrota. „Þessir skjálftar verða oft á bilinu 4-5. Þeir geta orðið það stórir en yfirleitt ekki stærri. Þetta er stærri svona hrina heldur en hefur orðið í sennilega tvo áratugi á þessum slóðum sem maður getur fullyrt," segir Ragnar. Heldur hefur dregið úr tíðni skjálftanna frá því klukkan hálf átta en hrinan gæti tekið sig upp aftur og ekki er hægt að útiloka fleiri skjálfta yfir fjóra að stærð. Þá má búast við eftirskjálftum næstu daga og jafnvel vikur. „Það er nú lang líklegast að það gerist ekki mikið meira þarna á þessum slóðum núna. Hitt er svo annað mál að þessi hreyfing sem þarna verður getur haft áhrif á önnu svæði, til að ýta við öðrum svæðum," segir Ragnar og bendir í sömu andrá á að ekki sé langt í frekar stóran jarðskjálfta á Skjálfandaflóa, á svæðinu milli Húsavíkur og Flateyjar. „Það er ekkert sem við getum sagt að geti komið beint í kjölfar á þessu en það má segja að það er eðlilegt að hafa sérstaka gát í framhaldi af svona skjálftum," segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. Tengdar fréttir Hundruð jarðskjálfta mældust á Norðurlandi Nokkur hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Norðurlandi frá því í gærkvöldi. Sá stærsti, að stærðinni 5,2, varð um hálftvöleytið í nótt en sá fannst um allt Norðurland og víðar. 21. október 2012 10:05 Allt nötrar og skelfur á Norðurlandi Töluverði skjálftavirkni hefur verið á Norðurlandi í kvöld. Hafa skjálftarnir verið allt að fjögur stig. Þeir hafa meðal annars fundist á Akureyri og á Siglufirði hafa bækur munir hrunið úr hillum. 21. október 2012 00:34 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira
Jarðskjálftahrinan sem hefur gengið yfir Norðurland síðasta hálfa sólarhringinn er sú öflugasta sem hefur orðið á svæðinu í um tvo áratugi. Jarðskjálftafræðingur segir mikilvægt að fylgjast með framvindu mála þar sem jarðhræringarnar geti haft áhrif á skjálftavirkni annarra svæða. Nokkur hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Norðurlandi frá því í gærkvöldi en þeir eiga upptök sín um tuttugu kílómetra norðaustur af Siglufirði. Sá stærsti, að stærðinni fimm komma tveir, varð um hálftvöleytið í nótt og sá fannst greinilega víða að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings. „Hans var mjög harkalega vart á Siglufirði. Hann fannst mjög víða við utanverðan Eyjafjörð, Skagafjörð og Vestur-Húnavatnssýslu. Einhver þykist hafa orðið var við skjálftann hér í Reykjavík en það er mjög mikil næmni ef einnhver hefur orðið var við hann þar," segir Ragnar. Margir skjálftar hafa verið yfir þrír að stærð og mældist einn 3,5 nú rétt fyrir sjö í morgun. Um hálfellefuleytið mældist einn upp á þrjá og nú rétt fyrir tólf varð einn sem mældist þrír komma fimm. Engar tilkynningar hafa borist um slys á fólki eða tjón á eignum en skjálftarnir eru svokallaðir brotaskjálftar á þekktu jarðskjálftasvæði og ekki undanfari eldsumbrota. „Þessir skjálftar verða oft á bilinu 4-5. Þeir geta orðið það stórir en yfirleitt ekki stærri. Þetta er stærri svona hrina heldur en hefur orðið í sennilega tvo áratugi á þessum slóðum sem maður getur fullyrt," segir Ragnar. Heldur hefur dregið úr tíðni skjálftanna frá því klukkan hálf átta en hrinan gæti tekið sig upp aftur og ekki er hægt að útiloka fleiri skjálfta yfir fjóra að stærð. Þá má búast við eftirskjálftum næstu daga og jafnvel vikur. „Það er nú lang líklegast að það gerist ekki mikið meira þarna á þessum slóðum núna. Hitt er svo annað mál að þessi hreyfing sem þarna verður getur haft áhrif á önnu svæði, til að ýta við öðrum svæðum," segir Ragnar og bendir í sömu andrá á að ekki sé langt í frekar stóran jarðskjálfta á Skjálfandaflóa, á svæðinu milli Húsavíkur og Flateyjar. „Það er ekkert sem við getum sagt að geti komið beint í kjölfar á þessu en það má segja að það er eðlilegt að hafa sérstaka gát í framhaldi af svona skjálftum," segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur.
Tengdar fréttir Hundruð jarðskjálfta mældust á Norðurlandi Nokkur hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Norðurlandi frá því í gærkvöldi. Sá stærsti, að stærðinni 5,2, varð um hálftvöleytið í nótt en sá fannst um allt Norðurland og víðar. 21. október 2012 10:05 Allt nötrar og skelfur á Norðurlandi Töluverði skjálftavirkni hefur verið á Norðurlandi í kvöld. Hafa skjálftarnir verið allt að fjögur stig. Þeir hafa meðal annars fundist á Akureyri og á Siglufirði hafa bækur munir hrunið úr hillum. 21. október 2012 00:34 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira
Hundruð jarðskjálfta mældust á Norðurlandi Nokkur hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Norðurlandi frá því í gærkvöldi. Sá stærsti, að stærðinni 5,2, varð um hálftvöleytið í nótt en sá fannst um allt Norðurland og víðar. 21. október 2012 10:05
Allt nötrar og skelfur á Norðurlandi Töluverði skjálftavirkni hefur verið á Norðurlandi í kvöld. Hafa skjálftarnir verið allt að fjögur stig. Þeir hafa meðal annars fundist á Akureyri og á Siglufirði hafa bækur munir hrunið úr hillum. 21. október 2012 00:34