Enski boltinn

Fletcher alvarlega veikur - ferillinn gæti verið í hættu

Fletcher rífst hér í dómaranum með Wayne Rooney.
Fletcher rífst hér í dómaranum með Wayne Rooney.
Man. Utd varð fyrir enn einu áfallinu í dag þegar tilkynnt var að Darren Fletcher þyrfti að fara í frí vegna veikinda. Heilsufar Fletcher er augljóslega ekki gott því hann var frá í tvo mánuði undir lok síðasta tímabils vegna veikinda.

Fletcher hefur smám saman verið að komast aftur á skrið en þá dundi ógæfan yfir aftur. Það er hreinlega hættulegt fyrir hann að spila knattspyrnu og því verður hann að fá nauðsynlega hvíld.

Sjúkdómurinn sem Fletcher glímir við, sáraristilbólga, er sjaldgæfur og ræðst meðal annars á ristilinn. Ljóst er að þessi veikindi gætu haft mikil áhrif á feril Fletcher og jafnvel bundið enda á hann.

Þarf því ekki að koma á óvart að Man. Utd hafi beðið fjölmiðla um að virða einkalíf leikmannsins og vera ekki að velta sér upp úr þeim möguleikum sem veikindin gætu haft á leikmanninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×