Johnny Depp segir að börnum sínum finnist hegðun hans á hvíta tjaldinu oft vera skrítin. Leikarinn á tvö börn Lilly-Rose ellefu ára og Jack átta ára með frönsku söngkonunni Vanessu Paradis. Depp segist aldrei horfa á myndirnar sem hann leikur í en að hann hvetji börnin sín til að gera það og þannig geti hann metið frammistöðu sína.
„Ég sendi þau á Kalla og Sælgætisgerðina þegar hún kom út. Ég fór ekki sjálfur vegna þess að mér finnst betra að horfa ekki á myndirnar mínar." Hann segist hafa verið mjög stressaður þegar krakkarnir komu af frumsýningunni og spurði þau strax hvernig hún hefði verið.
Dóttirin svaraði að bragði: „Þú varst mjög furðulegur."