Högni í Hjaltalín syngur á nýjustu plötu GusGus 9. mars 2011 09:30 Biggi veira og Daníel Ágúst úr GusGus. Ný plata kemur út eftir tvo mánuði. Fréttablaðið/Stefán Högni Egilsson í hljómsveitinni Hjaltalín syngur í þremur lögum á nýrri plötu GusGus, Arabian Horse, sem kemur út 9. maí. Högni syngur með Daníel Ágústi Haraldssyni í tveimur lögum og syngur svo eitt upp á eigin spýtur. „Högni er æðislegur. Hann er rosalega hæfileikaríkur og hann sem listamaður hefur rosalega mikið vald á þessu hljóðfæri sínu sem er röddin hans," segir Biggi veira úr GusGus. „Þetta eru geðveik lög sem hann er að syngja á þessari plötu og þau verða uppáhaldslög margra, ég get lofað því." Samstarfið varð til eftir að Högni fór til Færeyja með Daníel Ágústi og Stephani Stephensen þar sem GusGus-meðlimirnir áttu að halda tónleika. „Þeir áttu aukamiða og spurðu hvort hann vildi ekki koma í partí," segir Biggi. Hjaltalín, GusGus og Ný dönsk hafa áður unnið saman að laginu Þriggja daga vakt sem kom út síðasta sumar. Lögin þrjú þar sem Högni kemur við sögu samdi hann í samstarfi við GusGus. „Þetta var mjög skemmtilegt. Þetta eru svo fínir strákar. Það er svo létt að láta sér líða vel með þeim," segir Högni, sem er staddur á tónleikaferð erlendis með Hjaltalín. Hann hefur lítið komið nálægt danstónlist á ferli sínum og segir þessa nýjung hafa verið virkilega frískandi.Daníel Ágúst syngur í sex lögum á plötunni og Urður Hákonardóttir í þremur. „Hugmyndin var að hún myndi hjálpa okkur með bakraddir en það endaði með því að hún á þrjú viðlög á plötunni," segir Biggi, sem er ánægður með frammistöðu söngvaranna þriggja. „Ég held að það sé óhætt að segja að þetta séu skemmtilegustu söngvararnir ef þú horfir á tilfinningalega framsetningu. Það er svo rosalega mikil sál í þeim öllum þremur og þau eru öll þrjú svo djúp í sinni túlkun. Það hentar vel í þessu elektróníska umhverfi." Fyrsta lagið á Arabian Horse nefnist Selfoss og er skírt í höfuðið á uppáhaldssveitarfélagi þeirra GusGus-liða á Suðurlandi. Undirbúningur fyrir plötuna hófst einmitt í sumarbústað í Grímsnesi þar sem grunnurinn var lagður og taktarnir ákveðnir. Á meðal gestaspilara á gripnum eru Samúel J. Samúelsson og Davíð Þór Jónsson sem spilar á harmóníku og banjó. freyr@frettabladid.isEin af myndunum sem teknar voru fyrir Arabian Horse. Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Sjá meira
Högni Egilsson í hljómsveitinni Hjaltalín syngur í þremur lögum á nýrri plötu GusGus, Arabian Horse, sem kemur út 9. maí. Högni syngur með Daníel Ágústi Haraldssyni í tveimur lögum og syngur svo eitt upp á eigin spýtur. „Högni er æðislegur. Hann er rosalega hæfileikaríkur og hann sem listamaður hefur rosalega mikið vald á þessu hljóðfæri sínu sem er röddin hans," segir Biggi veira úr GusGus. „Þetta eru geðveik lög sem hann er að syngja á þessari plötu og þau verða uppáhaldslög margra, ég get lofað því." Samstarfið varð til eftir að Högni fór til Færeyja með Daníel Ágústi og Stephani Stephensen þar sem GusGus-meðlimirnir áttu að halda tónleika. „Þeir áttu aukamiða og spurðu hvort hann vildi ekki koma í partí," segir Biggi. Hjaltalín, GusGus og Ný dönsk hafa áður unnið saman að laginu Þriggja daga vakt sem kom út síðasta sumar. Lögin þrjú þar sem Högni kemur við sögu samdi hann í samstarfi við GusGus. „Þetta var mjög skemmtilegt. Þetta eru svo fínir strákar. Það er svo létt að láta sér líða vel með þeim," segir Högni, sem er staddur á tónleikaferð erlendis með Hjaltalín. Hann hefur lítið komið nálægt danstónlist á ferli sínum og segir þessa nýjung hafa verið virkilega frískandi.Daníel Ágúst syngur í sex lögum á plötunni og Urður Hákonardóttir í þremur. „Hugmyndin var að hún myndi hjálpa okkur með bakraddir en það endaði með því að hún á þrjú viðlög á plötunni," segir Biggi, sem er ánægður með frammistöðu söngvaranna þriggja. „Ég held að það sé óhætt að segja að þetta séu skemmtilegustu söngvararnir ef þú horfir á tilfinningalega framsetningu. Það er svo rosalega mikil sál í þeim öllum þremur og þau eru öll þrjú svo djúp í sinni túlkun. Það hentar vel í þessu elektróníska umhverfi." Fyrsta lagið á Arabian Horse nefnist Selfoss og er skírt í höfuðið á uppáhaldssveitarfélagi þeirra GusGus-liða á Suðurlandi. Undirbúningur fyrir plötuna hófst einmitt í sumarbústað í Grímsnesi þar sem grunnurinn var lagður og taktarnir ákveðnir. Á meðal gestaspilara á gripnum eru Samúel J. Samúelsson og Davíð Þór Jónsson sem spilar á harmóníku og banjó. freyr@frettabladid.isEin af myndunum sem teknar voru fyrir Arabian Horse.
Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Sjá meira