Gæðastimpill fyrir allt fræðasamfélagið 11. október 2011 04:00 Háleitt markmið Í janúar 2007 undirrituðu Kristín Ingólfsdóttir rektor og þáverandi menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, samning um aukafjárframlag til skólans. Þá var kynnt það markmið að koma HÍ á lista 100 bestu, sem þótti frekar bratt.fréttablaðið/gva Háskóli Íslands hefur náð í fyrsta sinn inn á matslista Times Higher Education Supplement (THE) um bestu háskóla heims. Skólinn er metinn í hópi 300 bestu af rúmlega sautján þúsund háskólum sem til greina koma við matið. Halldór Jónsson, sviðsstjóri vísindasviðs HÍ, segir að mat THE skiptist í nokkra flokka, en kennsla og rannsóknir séu þar veigamestar. „Sá flokkur sem skiptir okkur mestu máli er tilvitnanir vísindamanna annars staðar í heiminum í verk vísindamanna við Háskóla Íslands. Þeim hefur fjölgað um rúmlega 100 prósent á síðustu fimm árum. Þetta sýnir og sannar að áhrif vísindamanna við skólann séu mjög mikil. Mælikvarði á gæði rannsókna er áhrif þeirra og það ber að skoða í þessu samhengi.“ Halldór segir jafnframt greinilegt að sérstök könnun sem sé gerð meðal háskólamanna skipti miklu máli. Sú könnun taki bæði til kennslu og rannsókna og sanni að orðspor íslenskra vísinda- og fræðasamfélagsins sé gott. Aðrir þættir sem skipti ekki eins miklu séu til dæmis hversu vel Íslendingum hafi gengið að afla fjármuna úr erlendum samkeppnissjóðum. Halldór segir að listi THE sé nýttur á ýmsan hátt enda gefinn út af mjög virtu bresku tímariti. Nemendur styðjist við listann þegar komi að vali á skóla en fyrir HÍ liggi mikilvægið í því að listinn auðveldi mjög að leita samstarfs um rannsóknir við bestu háskóla heims. „Það skiptir miklu að vera í þessum úrvalshópi, því hvernig sem á það er litið er þetta eins og að komast upp í úrvalsdeild.“ Öflug tengsl og samstarfsverkefni sem HÍ á með innlendum og erlendum fyrirtækjum og stofnunum spila stórt hlutverk. Stærstur er Landspítalinn í því samhengi, Íslensk erfðagreining, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, Hjartavernd, Matís og Hafrannsóknastofnunin svo fáeinir innlendir aðilar séu nefndir. „Við birtum greinar saman í bestu vísindatímaritum heims sem teljast báðum aðilum til tekna. Þetta er því gæðastimpill fyrir fræðasamfélagið íslenska í stærra samhengi. Reyndar er mjög hátt hlutfall greina frá Háskóla Íslands birt í sterkustu tímaritunum. Það skýrir hversu mikið er vitnað til okkar rannsókna, sem enn og aftur auðveldar okkur að tengjast þeim bestu með framtíðarsamstarf í huga.“ svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skotárás á Times Square Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Háskóli Íslands hefur náð í fyrsta sinn inn á matslista Times Higher Education Supplement (THE) um bestu háskóla heims. Skólinn er metinn í hópi 300 bestu af rúmlega sautján þúsund háskólum sem til greina koma við matið. Halldór Jónsson, sviðsstjóri vísindasviðs HÍ, segir að mat THE skiptist í nokkra flokka, en kennsla og rannsóknir séu þar veigamestar. „Sá flokkur sem skiptir okkur mestu máli er tilvitnanir vísindamanna annars staðar í heiminum í verk vísindamanna við Háskóla Íslands. Þeim hefur fjölgað um rúmlega 100 prósent á síðustu fimm árum. Þetta sýnir og sannar að áhrif vísindamanna við skólann séu mjög mikil. Mælikvarði á gæði rannsókna er áhrif þeirra og það ber að skoða í þessu samhengi.“ Halldór segir jafnframt greinilegt að sérstök könnun sem sé gerð meðal háskólamanna skipti miklu máli. Sú könnun taki bæði til kennslu og rannsókna og sanni að orðspor íslenskra vísinda- og fræðasamfélagsins sé gott. Aðrir þættir sem skipti ekki eins miklu séu til dæmis hversu vel Íslendingum hafi gengið að afla fjármuna úr erlendum samkeppnissjóðum. Halldór segir að listi THE sé nýttur á ýmsan hátt enda gefinn út af mjög virtu bresku tímariti. Nemendur styðjist við listann þegar komi að vali á skóla en fyrir HÍ liggi mikilvægið í því að listinn auðveldi mjög að leita samstarfs um rannsóknir við bestu háskóla heims. „Það skiptir miklu að vera í þessum úrvalshópi, því hvernig sem á það er litið er þetta eins og að komast upp í úrvalsdeild.“ Öflug tengsl og samstarfsverkefni sem HÍ á með innlendum og erlendum fyrirtækjum og stofnunum spila stórt hlutverk. Stærstur er Landspítalinn í því samhengi, Íslensk erfðagreining, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, Hjartavernd, Matís og Hafrannsóknastofnunin svo fáeinir innlendir aðilar séu nefndir. „Við birtum greinar saman í bestu vísindatímaritum heims sem teljast báðum aðilum til tekna. Þetta er því gæðastimpill fyrir fræðasamfélagið íslenska í stærra samhengi. Reyndar er mjög hátt hlutfall greina frá Háskóla Íslands birt í sterkustu tímaritunum. Það skýrir hversu mikið er vitnað til okkar rannsókna, sem enn og aftur auðveldar okkur að tengjast þeim bestu með framtíðarsamstarf í huga.“ svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skotárás á Times Square Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira