Hæstaréttardómari kærður fyrir að bera lögreglumann röngum sökum 11. október 2011 06:30 Í niðurstöðu héraðsdóms segir að verklagið hafi allt verið ákveðið í höfuðstöðvum lögreglunnar á Selfossi áður en vaktin hófst. Lengi hefði tíðkast að "kæla“ ódæla menn niður með því að aka þeim nokkurn spöl frá skemmtanasvæði.Fréttablaðið/pjetur Varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi hefur lagt fram kæru á hendur hæstaréttardómaranum Árna Kolbeinssyni fyrir rangar sakargiftir. Ríkissaksóknari hefur kæruna til skoðunar. Rót málsins er kæra sem Árni lagði fram á hendur varðstjóranum, Svani Kristinssyni, í fyrra fyrir afglöp í starfi. Undirmenn Svans höfðu þá ekið með óstýrilátan, tvítugan mann af útihátíð í Galtalæk og skilið hann eftir í námunda við sumarbústað Árna í Landsveit. Ungi maðurinn hélt þar ófriðnum áfram og barði bústað Árna utan sem varð til þess að Árni kallaði til lögreglu. Eftir að hann komst að því hvers vegna maðurinn hafði verið staddur á þessum slóðum kærði hann Svan fyrir „afglöp í starfi“. Kæra Árna leiddi til þess að ríkissaksóknari gaf út ákæru á hendur Svani fyrir að hafa „gerst offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða“. Var honum gefið að sök að hafa fyrirskipað að manninum yrði ekið af svæðinu og að hafa skilið hann eftir of langt frá því, eftir að hann sótti hann að bústaðnum síðar um nóttina. Svanur var hins vegar sýknaður af öllum sökum í héraði. Málinu var ekki áfrýjað til Hæstaréttar. Samkvæmt kærunni taldi Árni Svan hafa brugðist þegar hann sótti ungan og ódælan mann að sumarbústað dómarans og yfirgaf síðan vettvang án þess að athuga hvort fleiri ofbeldismenn væru á staðnum, rannsaka vettvanginn og líðan þeirra sem þar voru og skilja manninn svo eftir illa klæddan að næturlagi á fáförnum vegi. Þessi kæra hefur nú orðið Svani tilefni til að kæra Árna á móti fyrir rangar sakargiftir. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að Svanur hafi ekki gefið fyrirmæli um að aka þessum tiltekna pilti af svæðinu ólíkt því sem sagði í ákæru. Lögreglulið hafi í upphafi vaktar sammælst um vægustu úrræði; að menn skyldu fjarlægðir og vísað burt ef þeir væru til vandræða sökum ölvunar, en slíkt hefði viðgengist í lögreglunni lengi. Varðstjóri hefði einungis gefið almenn fyrirmæli um það verklag, en ekki hefði verið leitað samþykkis hans áður en unga manninum var ekið af svæðinu. Þá kom fram að fimm til sex þúsund manns hefðu verið á mótssvæðinu en sjö til átta lögreglumenn. Binda hefði þurft tvo lögreglumenn í bíl til að aka unga manninum 70 kílómetra leið á lögreglustöð á Selfossi. Slíkt hefði verið ámælisvert af hálfu varðstjórans, sagði dómurinn, sem taldi hann hafa tekið rétta ákvörðun. Loks taldi hann að unga manninum hefði engin hætta hafa verið búin, þar sem hann hefði verið vel klæddur og komist á puttanum aftur á mótssvæðið. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi hefur lagt fram kæru á hendur hæstaréttardómaranum Árna Kolbeinssyni fyrir rangar sakargiftir. Ríkissaksóknari hefur kæruna til skoðunar. Rót málsins er kæra sem Árni lagði fram á hendur varðstjóranum, Svani Kristinssyni, í fyrra fyrir afglöp í starfi. Undirmenn Svans höfðu þá ekið með óstýrilátan, tvítugan mann af útihátíð í Galtalæk og skilið hann eftir í námunda við sumarbústað Árna í Landsveit. Ungi maðurinn hélt þar ófriðnum áfram og barði bústað Árna utan sem varð til þess að Árni kallaði til lögreglu. Eftir að hann komst að því hvers vegna maðurinn hafði verið staddur á þessum slóðum kærði hann Svan fyrir „afglöp í starfi“. Kæra Árna leiddi til þess að ríkissaksóknari gaf út ákæru á hendur Svani fyrir að hafa „gerst offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða“. Var honum gefið að sök að hafa fyrirskipað að manninum yrði ekið af svæðinu og að hafa skilið hann eftir of langt frá því, eftir að hann sótti hann að bústaðnum síðar um nóttina. Svanur var hins vegar sýknaður af öllum sökum í héraði. Málinu var ekki áfrýjað til Hæstaréttar. Samkvæmt kærunni taldi Árni Svan hafa brugðist þegar hann sótti ungan og ódælan mann að sumarbústað dómarans og yfirgaf síðan vettvang án þess að athuga hvort fleiri ofbeldismenn væru á staðnum, rannsaka vettvanginn og líðan þeirra sem þar voru og skilja manninn svo eftir illa klæddan að næturlagi á fáförnum vegi. Þessi kæra hefur nú orðið Svani tilefni til að kæra Árna á móti fyrir rangar sakargiftir. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að Svanur hafi ekki gefið fyrirmæli um að aka þessum tiltekna pilti af svæðinu ólíkt því sem sagði í ákæru. Lögreglulið hafi í upphafi vaktar sammælst um vægustu úrræði; að menn skyldu fjarlægðir og vísað burt ef þeir væru til vandræða sökum ölvunar, en slíkt hefði viðgengist í lögreglunni lengi. Varðstjóri hefði einungis gefið almenn fyrirmæli um það verklag, en ekki hefði verið leitað samþykkis hans áður en unga manninum var ekið af svæðinu. Þá kom fram að fimm til sex þúsund manns hefðu verið á mótssvæðinu en sjö til átta lögreglumenn. Binda hefði þurft tvo lögreglumenn í bíl til að aka unga manninum 70 kílómetra leið á lögreglustöð á Selfossi. Slíkt hefði verið ámælisvert af hálfu varðstjórans, sagði dómurinn, sem taldi hann hafa tekið rétta ákvörðun. Loks taldi hann að unga manninum hefði engin hætta hafa verið búin, þar sem hann hefði verið vel klæddur og komist á puttanum aftur á mótssvæðið. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira