Heimir: Aldrei þjálfað peninganna vegna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. september 2011 07:00 Heimir segir að ÍBV-liðið hafi gott af því að fá nýjan þjálfara.fréttablaðið/stefán Það vakti að vonum mikla athygli á sunnudag þegar Heimir Hallgrímsson tilkynnti að hann myndi láta af þjálfun ÍBV-liðsins í lok tímabilsins. Það kemur eflaust mörgum á óvart enda hefur ÍBV verið á stöðugri uppleið undir stjórn Heimis. Tímasetning tilkynningarinnar vekur einnig athygli en ÍBV er í blóðugri baráttu um Íslandmeistaratitilinn við KR. „Þetta var farið að kvisast út enda sagði ég stjórninni frá ákvörðun minni fyrir mánuði. Þetta fór að kvisast út og því vildum við segja fréttina áður en aðrir færu að slúðra um málið,“ segir Heimir en ÍBV hefur þegar gefið út að Magnús Gylfason taki við liðinu. Eftir stendur samt spurningin af hverju Heimir sé að hætta. Minn tími er liðinn í Eyjum„Ég er búinn að skila mínu til félagsins og ég ætla ekki að vera ellidauður þjálfari ÍBV. Minn tími er einfaldlega kominn hér. Strákarnir hafa gott af nýju blóði. Mér finnst þetta líka frábær tími til að stíga til hliðar. Það er allt önnur umgjörð, staða og allt annað lið en þegar ég tók við á sínum tíma. Ég tel mig því skila ansi góðu búi,“ segir Heimir en hann tók við liðinu af Guðlaugi Baldurssyni er það féll árið 2006. Heimir var með liðið í tvö ár í 1. deild en eftir að ÍBV komst upp aftur hefur það verið á mikilli siglingu. Var mjög nálægt því að vinna titilinn í fyrra og er aftur í baráttunni núna. Nú þegar eru farnar af stað sögusagnir um að Heimir sé að fara hingað og þangað. Hann segir allar þær sögur vera rangar enda hafi hann ekki rætt við nein félög enn sem komið er. Hann muni þó hlusta komi áhugaverð tilboð. „Ég hef ekkert verið að velta mér upp úr framhaldinu en vonandi fæ ég að þjálfa einhvers staðar. Það er engin flétta eða neitt í gangi hjá mér. Það er sannleikurinn. Ég tel mig vera að gera félaginu greiða með því að láta vita í tíma svo þeir geti gert sínar ráðstafanir. Ég er að hugsa um hagsmuni ÍBV og tel mig hafa komið heiðarlega fram,“ segir Heimir en hann hefur enga trú á því að þetta mál trufli ÍBV-liðið í lokaleikjum mótsins. Það væri gaman að prófa eitthvað nýttHeimir ætlar að skoða sín mál eftir tímabilið en hefur alls ekki tekið neina ákvörðun um að flytja upp á land. Hann er tannlæknir í Vestmannaeyjum og það er það eina sem liggur fyrir í dag. „Ég vona að ég sé ekki hættur að þjálfa. Kannski býðst eitthvað skemmtilegt og þá skoða ég það. Ég hef aldrei verið að þjálfa peninganna vegna og er ekkert að fara á taugum. Það er bara léttir fyrir mig að þetta mál sé komið út svo ég geti lagt það til hliðar,“ segir Heimir sem þekkir aðeins að þjálfa í Eyjum. „Það gæti verið gaman að prófa eitthvað nýtt. Hið eina sem er á ferilskránni hjá mér er ÍBV. Yngri flokkar, kvenna- og karlalið. Eins og ég segi skoða ég það sem kemur upp en ég get sagt af fullum heiðarleika að ég er ekki með neitt annað tilboð í höndunum sem stendur,“ segir Heimir en hann nennti ekki að svara símtölum í gær en síminn hringdi mikið hjá honum þá. „Ég hefði líklega svarað hefði komið símtal frá Englandi,“ segir Heimir léttur og hlær við. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Sjá meira
Það vakti að vonum mikla athygli á sunnudag þegar Heimir Hallgrímsson tilkynnti að hann myndi láta af þjálfun ÍBV-liðsins í lok tímabilsins. Það kemur eflaust mörgum á óvart enda hefur ÍBV verið á stöðugri uppleið undir stjórn Heimis. Tímasetning tilkynningarinnar vekur einnig athygli en ÍBV er í blóðugri baráttu um Íslandmeistaratitilinn við KR. „Þetta var farið að kvisast út enda sagði ég stjórninni frá ákvörðun minni fyrir mánuði. Þetta fór að kvisast út og því vildum við segja fréttina áður en aðrir færu að slúðra um málið,“ segir Heimir en ÍBV hefur þegar gefið út að Magnús Gylfason taki við liðinu. Eftir stendur samt spurningin af hverju Heimir sé að hætta. Minn tími er liðinn í Eyjum„Ég er búinn að skila mínu til félagsins og ég ætla ekki að vera ellidauður þjálfari ÍBV. Minn tími er einfaldlega kominn hér. Strákarnir hafa gott af nýju blóði. Mér finnst þetta líka frábær tími til að stíga til hliðar. Það er allt önnur umgjörð, staða og allt annað lið en þegar ég tók við á sínum tíma. Ég tel mig því skila ansi góðu búi,“ segir Heimir en hann tók við liðinu af Guðlaugi Baldurssyni er það féll árið 2006. Heimir var með liðið í tvö ár í 1. deild en eftir að ÍBV komst upp aftur hefur það verið á mikilli siglingu. Var mjög nálægt því að vinna titilinn í fyrra og er aftur í baráttunni núna. Nú þegar eru farnar af stað sögusagnir um að Heimir sé að fara hingað og þangað. Hann segir allar þær sögur vera rangar enda hafi hann ekki rætt við nein félög enn sem komið er. Hann muni þó hlusta komi áhugaverð tilboð. „Ég hef ekkert verið að velta mér upp úr framhaldinu en vonandi fæ ég að þjálfa einhvers staðar. Það er engin flétta eða neitt í gangi hjá mér. Það er sannleikurinn. Ég tel mig vera að gera félaginu greiða með því að láta vita í tíma svo þeir geti gert sínar ráðstafanir. Ég er að hugsa um hagsmuni ÍBV og tel mig hafa komið heiðarlega fram,“ segir Heimir en hann hefur enga trú á því að þetta mál trufli ÍBV-liðið í lokaleikjum mótsins. Það væri gaman að prófa eitthvað nýttHeimir ætlar að skoða sín mál eftir tímabilið en hefur alls ekki tekið neina ákvörðun um að flytja upp á land. Hann er tannlæknir í Vestmannaeyjum og það er það eina sem liggur fyrir í dag. „Ég vona að ég sé ekki hættur að þjálfa. Kannski býðst eitthvað skemmtilegt og þá skoða ég það. Ég hef aldrei verið að þjálfa peninganna vegna og er ekkert að fara á taugum. Það er bara léttir fyrir mig að þetta mál sé komið út svo ég geti lagt það til hliðar,“ segir Heimir sem þekkir aðeins að þjálfa í Eyjum. „Það gæti verið gaman að prófa eitthvað nýtt. Hið eina sem er á ferilskránni hjá mér er ÍBV. Yngri flokkar, kvenna- og karlalið. Eins og ég segi skoða ég það sem kemur upp en ég get sagt af fullum heiðarleika að ég er ekki með neitt annað tilboð í höndunum sem stendur,“ segir Heimir en hann nennti ekki að svara símtölum í gær en síminn hringdi mikið hjá honum þá. „Ég hefði líklega svarað hefði komið símtal frá Englandi,“ segir Heimir léttur og hlær við.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Sjá meira