Íslenski boltinn

Matthías farinn frá Colchester

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Matthías í leik með Colchester.
Matthías í leik með Colchester. Mynd/Heimasíða Colchester
Matthías Vilhjálmsson hefur verið kallaður aftur heim af FH-ingum eftir því sem fram kemur á heimasíðu félagsins.

Matthías var lánaður til Colchester sem leikur í ensku C-deildinni og kom hann við sögu í þremur leikju með liðinu.

John Ward, stjóri liðsins, þakkaði Matthíasi fyrir framlagið sitt. „Við óskum honum alls hins besta fyrir framtíðina," sagði hann í viðtali á heimasíðunni.

Þetta eru góðar fréttir fyrir FH enda Matthías fyrirliði liðsins og einn af sterkustu miðvallarleikmönnum Pepsi-deildarinnar sem hefst þann 1. maí næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×