Ekkert BootCamp án breytinga á skipulagi 10. október 2011 06:00 Rafstöðvarvegur 9 Húsið var rétt orðið fokhelt þegar Fornbílaklúbburinn varð uppiskroppa með fé og neyddist til að selja það. Í nánast sambyggðu húsi rak Orkuveitan minjasafn en hefur nú líka selt húsið.Fréttablaðið/vilhelm Ólöf Örvarsdóttir Eigi hús sem Fornbílaklúbbur Íslands reisti í Elliðaárdal að vera notað undir líkamsræktarstöð þarf að breyta deiliskipulagi á svæðinu. Þetta segir Ólöf Örvarsdóttir, skipulagsstjóri í Reykjavík. „Þetta er viðkvæmt svæði og skipulagt sem safnasvæði. Það deiliskipulag stendur og hefur ekki verið breytt,“ segir Ólöf. Fréttablaðið sagði frá því á laugardag að Fornbílaklúbburinn, sem fékk lóðina að gjöf frá borginni um miðjan síðasta áratug til að koma þar á fót fornbílasafni, hefði selt hús sitt þar. Líkamsræktarstöðin BootCamp hefur nú tilkynnt á vefsíðu sinni að starfsemin muni senn flytjast þangað. „Það er alveg ljóst hvað má samkvæmt deiliskipulagi og það er að hafa þarna söfn,“ segir Ólöf. „Það þarf hugsanlega að taka afstöðu til þess hvort skipulaginu verður breytt og þá hvernig en sú niðurstaða er ekki enn komin,“ segir hún. Málið sé nú í umsagnarferli í borgarkerfinu. Hún segir skipulagsyfirvöld þó ekki hafa verið því fráhverf að á þessum stað risi líkamsrækt. „Við höfum talið að það gæti átt vel við að hafa þarna einhvers konar líkamsrækt sem gæti nýtt dalinn og höfum haft jákvætt viðhorf gagnvart slíkum hugmyndum, en það þarf þá klárlega að breyta deiliskipulagi.“ Þumalputtareglan sé að slíkar breytingar taki um þrjá mánuði. Þegar Fornbílaklúbburinn fékk lóðinni úthlutað fylgdu því engar kvaðir, „ekki einu sinni að við opnuðum þetta safn“, eins og Jón Hermann Sigurjónsson, ritari klúbbsins, sagði við Fréttablaðið á laugardag. „Þetta er mjög óheppilegt,“ segir Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. „En það er erfitt að eiga við fortíðardrauga.“ Hann tekur fram að hann þekki þetta tiltekna mál ekki í þaula en sé þó þeirrar skoðunar að ekki eigi að úthluta félagasamtökum lóðum án endurgjalds án þess að skilyrða það með einhverjum hætti, sérstaklega þegar lóðin er á almenningssvæði eins og í Elliðaárdal. Hugsanlega ættu borgaryfirvöld að áskilja sér forkaupsrétt á byggingum á slíkum lóðum. „Ég mundi allavega ekki styðja svona aðgerð í dag,“ segir Páll Hjaltason.stigur@frettabladid.isPáll Hjaltason Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Ólöf Örvarsdóttir Eigi hús sem Fornbílaklúbbur Íslands reisti í Elliðaárdal að vera notað undir líkamsræktarstöð þarf að breyta deiliskipulagi á svæðinu. Þetta segir Ólöf Örvarsdóttir, skipulagsstjóri í Reykjavík. „Þetta er viðkvæmt svæði og skipulagt sem safnasvæði. Það deiliskipulag stendur og hefur ekki verið breytt,“ segir Ólöf. Fréttablaðið sagði frá því á laugardag að Fornbílaklúbburinn, sem fékk lóðina að gjöf frá borginni um miðjan síðasta áratug til að koma þar á fót fornbílasafni, hefði selt hús sitt þar. Líkamsræktarstöðin BootCamp hefur nú tilkynnt á vefsíðu sinni að starfsemin muni senn flytjast þangað. „Það er alveg ljóst hvað má samkvæmt deiliskipulagi og það er að hafa þarna söfn,“ segir Ólöf. „Það þarf hugsanlega að taka afstöðu til þess hvort skipulaginu verður breytt og þá hvernig en sú niðurstaða er ekki enn komin,“ segir hún. Málið sé nú í umsagnarferli í borgarkerfinu. Hún segir skipulagsyfirvöld þó ekki hafa verið því fráhverf að á þessum stað risi líkamsrækt. „Við höfum talið að það gæti átt vel við að hafa þarna einhvers konar líkamsrækt sem gæti nýtt dalinn og höfum haft jákvætt viðhorf gagnvart slíkum hugmyndum, en það þarf þá klárlega að breyta deiliskipulagi.“ Þumalputtareglan sé að slíkar breytingar taki um þrjá mánuði. Þegar Fornbílaklúbburinn fékk lóðinni úthlutað fylgdu því engar kvaðir, „ekki einu sinni að við opnuðum þetta safn“, eins og Jón Hermann Sigurjónsson, ritari klúbbsins, sagði við Fréttablaðið á laugardag. „Þetta er mjög óheppilegt,“ segir Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. „En það er erfitt að eiga við fortíðardrauga.“ Hann tekur fram að hann þekki þetta tiltekna mál ekki í þaula en sé þó þeirrar skoðunar að ekki eigi að úthluta félagasamtökum lóðum án endurgjalds án þess að skilyrða það með einhverjum hætti, sérstaklega þegar lóðin er á almenningssvæði eins og í Elliðaárdal. Hugsanlega ættu borgaryfirvöld að áskilja sér forkaupsrétt á byggingum á slíkum lóðum. „Ég mundi allavega ekki styðja svona aðgerð í dag,“ segir Páll Hjaltason.stigur@frettabladid.isPáll Hjaltason
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira