Ólafur Ragnar: Þurfum að treysta fólkinu í landinu 13. febrúar 2011 14:02 Ólafur Ragnar Grímsson. „Stjórnskipunin er ekki þannig vaxin að forsetinn velti fyrir sér hvort hann eigi að vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í fyrsta ítarlega viðtalinu sem hann gefur fjölmiðlum í þrettán mánuði. Það var Egill Helgason sem ræddi við hann í Silfri Egils í dag en þar sagðist forsetinn ekki hafa ákveðið hvernig hann myndi bregðast við þegar nýtt Icesave-frumvarp verður lagt inn á hans borð til staðfestingar eða synjunar. Ólafur Ragnar hafði hinsvegar skýr skilaboð að færa til þingsins þar sem hann sagði mikilvægast fyrir þingheim að sannfæra þjóðina um að ákvörðunin væri rétt. Hann sagði skorta á samræðum þings og þjóðar um málið. Almennt sagðist hann hlynntur því að þjóðin hefði ávallt síðasta orðið enda réði hún, ekki forystan sem hún kysi að hverju sinni. Ólafur Ragnar sagðist hafa dregið afar dýrmætan lærdóm af síðustu tveimur ákvörðunum sínum um synjun laga til staðfestingar, sem var fyrst árið 2004, þegar forsetinn neitað að samþykkja fjölmiðlalögin umdeildu, og svo í janúar á síðasta ári, þar sem hann synjaði Icesave-frumarpi númer 2 staðfestingar, sem var síðar kolfellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ólafur Ragnar segir að ýmsir höfðu spáð hinu versta synjaði hann lögunum. Það kom þó á daginn að dómsdagsspár þeirra rættust ekki, heldur naut þjóðin góðs af. „Niðurstaðan er sú að við þurfum að treysta fólkinu í landinu," sagði forsetinn sem telur nýjan samning mun betri en sá eldri, enda grundvallarmunur á þeim tveimur að mati Ólafs. Icesave Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
„Stjórnskipunin er ekki þannig vaxin að forsetinn velti fyrir sér hvort hann eigi að vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í fyrsta ítarlega viðtalinu sem hann gefur fjölmiðlum í þrettán mánuði. Það var Egill Helgason sem ræddi við hann í Silfri Egils í dag en þar sagðist forsetinn ekki hafa ákveðið hvernig hann myndi bregðast við þegar nýtt Icesave-frumvarp verður lagt inn á hans borð til staðfestingar eða synjunar. Ólafur Ragnar hafði hinsvegar skýr skilaboð að færa til þingsins þar sem hann sagði mikilvægast fyrir þingheim að sannfæra þjóðina um að ákvörðunin væri rétt. Hann sagði skorta á samræðum þings og þjóðar um málið. Almennt sagðist hann hlynntur því að þjóðin hefði ávallt síðasta orðið enda réði hún, ekki forystan sem hún kysi að hverju sinni. Ólafur Ragnar sagðist hafa dregið afar dýrmætan lærdóm af síðustu tveimur ákvörðunum sínum um synjun laga til staðfestingar, sem var fyrst árið 2004, þegar forsetinn neitað að samþykkja fjölmiðlalögin umdeildu, og svo í janúar á síðasta ári, þar sem hann synjaði Icesave-frumarpi númer 2 staðfestingar, sem var síðar kolfellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ólafur Ragnar segir að ýmsir höfðu spáð hinu versta synjaði hann lögunum. Það kom þó á daginn að dómsdagsspár þeirra rættust ekki, heldur naut þjóðin góðs af. „Niðurstaðan er sú að við þurfum að treysta fólkinu í landinu," sagði forsetinn sem telur nýjan samning mun betri en sá eldri, enda grundvallarmunur á þeim tveimur að mati Ólafs.
Icesave Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira