Samkynhneigðir ósáttir við forsætisráðherrann 20. ágúst 2011 09:00 Fá ekki að hitta Jóhönnu Craig Murray og Darryl Brown, Frostrósa-aðdáendurnir, fá ekki að hitta Jóhönnu Sigurðardóttur ef marka má aðstoðarmann hennar. Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, segir marga samkynhneigða vera óánægða með hversu lítinn þátt forsætisráðherra hafi tekið í réttindabaráttunni eftir að hún tók við sínu embætti. „Það eru margir innan okkar hóps, og þetta hefur verið rætt, sem eru óánægðir með forsætisráðherra og hvernig hún hefur tekið á þessum málum, við hefðum viljað hafa hana virkari í okkar réttindabaráttu og það er ekkert leyndarmál,“ segir Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna "78. Hún vakti töluverða athygli, frétt Fréttablaðsins um Frostrósa-aðdáendurna Craig Murray og Darryl Brown, sem ætla að koma hingað í desember og fara á tónleika. Murray lýsti jafnframt yfir miklum áhuga á að hitta Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, enda sagði hann þá hafa glaðst ákaflega mikið yfir því þegar hún gekk að eiga Jónínu Leósdóttur, sambýliskonu sína til margra ára. Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður Jóhönnu, sagði bón Ástralanna ekki hafa borist inn á borð ráðuneytisins. Embættinu hefði hins vegar borist margvísleg erindi frá ferðamönnum sem vildu hitta Jóhönnu. „Ég hef ekki tölu á því hversu margar fyrirspurnirnar eru og þær snerta ekki allar hjónaband hennar. Hún hefur hins vegar ekki haft tíma til að verða við slíkum erindum og ég á von á því að þetta erindi verði afgreitt með sama hætti.“ Árni Grétar segir Samtökunum "78 hafa borist fjölda fyrirspurna frá samkynhneigðu fólki hvaðanæva úr heiminum sem vilji fá að hitta Jóhönnu, það hafi hins vegar gengið bölvanlega að ná tali af henni og koma á einhvers konar fundum. „Hún er bara af gamla skólanum og vill fá að halda sínu einkalífi fyrir sig. Og við virðum það auðvitað þó okkur þætti vænt um að fá þennan liðstyrk. Ég veit hins vegar til þess að það eru stórar myndir af henni uppi á veggjum á réttindaskrifstofum samkynhneigðra í Afríku þar sem staða þessa hóps er hvað verst.“ Árni Grétar líkir þessu við dauðafæri sem ekki hafi verið nýtt og hann er ekkert sérstaklega bjartsýnn á framhaldið, að forsætisráðherrann verði áberandi í réttindabaráttunni. Hann bindur hins vegar vonir við stjórnarskrárbreytingarnar, ekki síst ef Alþingi bæti kynvitund inn í stjórnarskrána, slíkt gæti fleytt Íslandi í fremstu röð á þessu sviði. „Hins vegar er ekkert launungarmál að sú staðreynd; að Ísland hafi samkynhneigðan forsætisráðherra, hefur hjálpar hinsegin ferðamennskunni og margir horfa til Íslands sem hálfgerðs draumalands af þeim sökum.“ freyrgigja@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
„Það eru margir innan okkar hóps, og þetta hefur verið rætt, sem eru óánægðir með forsætisráðherra og hvernig hún hefur tekið á þessum málum, við hefðum viljað hafa hana virkari í okkar réttindabaráttu og það er ekkert leyndarmál,“ segir Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna "78. Hún vakti töluverða athygli, frétt Fréttablaðsins um Frostrósa-aðdáendurna Craig Murray og Darryl Brown, sem ætla að koma hingað í desember og fara á tónleika. Murray lýsti jafnframt yfir miklum áhuga á að hitta Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, enda sagði hann þá hafa glaðst ákaflega mikið yfir því þegar hún gekk að eiga Jónínu Leósdóttur, sambýliskonu sína til margra ára. Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður Jóhönnu, sagði bón Ástralanna ekki hafa borist inn á borð ráðuneytisins. Embættinu hefði hins vegar borist margvísleg erindi frá ferðamönnum sem vildu hitta Jóhönnu. „Ég hef ekki tölu á því hversu margar fyrirspurnirnar eru og þær snerta ekki allar hjónaband hennar. Hún hefur hins vegar ekki haft tíma til að verða við slíkum erindum og ég á von á því að þetta erindi verði afgreitt með sama hætti.“ Árni Grétar segir Samtökunum "78 hafa borist fjölda fyrirspurna frá samkynhneigðu fólki hvaðanæva úr heiminum sem vilji fá að hitta Jóhönnu, það hafi hins vegar gengið bölvanlega að ná tali af henni og koma á einhvers konar fundum. „Hún er bara af gamla skólanum og vill fá að halda sínu einkalífi fyrir sig. Og við virðum það auðvitað þó okkur þætti vænt um að fá þennan liðstyrk. Ég veit hins vegar til þess að það eru stórar myndir af henni uppi á veggjum á réttindaskrifstofum samkynhneigðra í Afríku þar sem staða þessa hóps er hvað verst.“ Árni Grétar líkir þessu við dauðafæri sem ekki hafi verið nýtt og hann er ekkert sérstaklega bjartsýnn á framhaldið, að forsætisráðherrann verði áberandi í réttindabaráttunni. Hann bindur hins vegar vonir við stjórnarskrárbreytingarnar, ekki síst ef Alþingi bæti kynvitund inn í stjórnarskrána, slíkt gæti fleytt Íslandi í fremstu röð á þessu sviði. „Hins vegar er ekkert launungarmál að sú staðreynd; að Ísland hafi samkynhneigðan forsætisráðherra, hefur hjálpar hinsegin ferðamennskunni og margir horfa til Íslands sem hálfgerðs draumalands af þeim sökum.“ freyrgigja@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira