Stjórnarráðið opnar ekki pósthólf Geirs 11. febrúar 2011 11:00 Í forsætisráðuneytinu efast menn um heimild saksóknara Alþingis til að leggja hald á gögn.Fréttablaðið/gva Forsætisráðuneytið hefur neitað að afhenda saksóknara Alþingis afrit af tölvupóstsamskiptum Geirs H. Haarde nema að undangengnum dómsúrskurði. „Það er ekki til að flýta fyrir málinu," segir saksóknarinn Sigríður Friðjónsdóttir. Sigríður óskaði upphaflega eftir því að Þjóðskjalasafn afhenti henni afrit af tölvupóstsamskiptum Geirs úr gagnasafni rannsóknarnefndar Alþingis, ásamt skýrslum af tugum einstaklinga. Því var hafnað. Sigríður hefur skotið hluta þess máls til héraðsdóms. Þegar í ljós kom að í gagnasafni rannsóknarnefndarinnar var einungis að finna fáein tölvubréf Geirs féll hún frá kröfu um haldlagningu þeirra hjá Þjóðskjalasafni og sneri sér þess í stað til forsætisráðuneytisins. Þaðan óskaði Sigríður eftir rafrænu afriti af öllu pósthólfi Geirs frá þeim tíma sem hann gegndi embætti forsætisráðherra árin 2006 til 2009. Verjandi Geirs andmælti afhendingunni í bréfi til ráðuneytisins. „Þetta getur auðvitað varðað ýmis einkamálefni eins og venja er við rannsóknir mála," útskýrir Sigríður. Slík samskipti eigi hins vegar ekki heima í sakamálinu og með þau yrði því ekkert gert. Fyrir nokkrum dögum barst svar úr ráðuneytinu þar sem segir að það telji sér ekki fært að afhenda gögnin nema fyrir liggi dómsúrskurður í þá veru. Röksemdin er sú að ekki sé ótvírætt að saksóknari Alþingis megi beita lagaákvæðum um haldlagningu í sakamálalögum, þótt í lögum um landsdóm segi að sakamálalögin eigi við þar sem landsdómslögum sleppi. Sjálf segist Sigríður telja augljóst að þessi ákvæði eigi við í hennar rannsókn. „Ég er ekki að segja að þetta sé endilega fráleitt en þetta er ekki niðurstaðan sem maður hefði búist við af þessu stjórnvaldi," segir Sigríður og vísar til þess að málshöfðunin á hendur Geir hafi verið samþykkt af Alþingi. Sigríður hefur ekki ákveðið hvort hún fer með málið lengra strax eða hvort hún bíður niðurstöðu annarra vafamála sem risin eru fyrir dómstólum. Sigríður fór einnig fram á afrit af fundargerðum og minnisblöðum af ríkisstjórnarfundum og hefur fengið heimild til að skoða þau skjöl. stigur@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Sjá meira
Forsætisráðuneytið hefur neitað að afhenda saksóknara Alþingis afrit af tölvupóstsamskiptum Geirs H. Haarde nema að undangengnum dómsúrskurði. „Það er ekki til að flýta fyrir málinu," segir saksóknarinn Sigríður Friðjónsdóttir. Sigríður óskaði upphaflega eftir því að Þjóðskjalasafn afhenti henni afrit af tölvupóstsamskiptum Geirs úr gagnasafni rannsóknarnefndar Alþingis, ásamt skýrslum af tugum einstaklinga. Því var hafnað. Sigríður hefur skotið hluta þess máls til héraðsdóms. Þegar í ljós kom að í gagnasafni rannsóknarnefndarinnar var einungis að finna fáein tölvubréf Geirs féll hún frá kröfu um haldlagningu þeirra hjá Þjóðskjalasafni og sneri sér þess í stað til forsætisráðuneytisins. Þaðan óskaði Sigríður eftir rafrænu afriti af öllu pósthólfi Geirs frá þeim tíma sem hann gegndi embætti forsætisráðherra árin 2006 til 2009. Verjandi Geirs andmælti afhendingunni í bréfi til ráðuneytisins. „Þetta getur auðvitað varðað ýmis einkamálefni eins og venja er við rannsóknir mála," útskýrir Sigríður. Slík samskipti eigi hins vegar ekki heima í sakamálinu og með þau yrði því ekkert gert. Fyrir nokkrum dögum barst svar úr ráðuneytinu þar sem segir að það telji sér ekki fært að afhenda gögnin nema fyrir liggi dómsúrskurður í þá veru. Röksemdin er sú að ekki sé ótvírætt að saksóknari Alþingis megi beita lagaákvæðum um haldlagningu í sakamálalögum, þótt í lögum um landsdóm segi að sakamálalögin eigi við þar sem landsdómslögum sleppi. Sjálf segist Sigríður telja augljóst að þessi ákvæði eigi við í hennar rannsókn. „Ég er ekki að segja að þetta sé endilega fráleitt en þetta er ekki niðurstaðan sem maður hefði búist við af þessu stjórnvaldi," segir Sigríður og vísar til þess að málshöfðunin á hendur Geir hafi verið samþykkt af Alþingi. Sigríður hefur ekki ákveðið hvort hún fer með málið lengra strax eða hvort hún bíður niðurstöðu annarra vafamála sem risin eru fyrir dómstólum. Sigríður fór einnig fram á afrit af fundargerðum og minnisblöðum af ríkisstjórnarfundum og hefur fengið heimild til að skoða þau skjöl. stigur@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Sjá meira