Fjölmiðlar ekki rannsakendur 29. september 2011 06:00 Björgvin Björgvinsson. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir engan vafa leika á því að í tilteknum auglýsingum um nuddþjónustu sem birst hafa meðal smáauglýsinga í Fréttablaðinu sé í raun verið að auglýsa vændi. Til rannsóknar sé hvort um milligöngu um vændi sé að ræða. Þessi orð lét hann falla í samtali við Ríkisútvarpið í gær og bætti við að lögreglan hefði vitað af þessum auglýsingum um hríð enda bæru þær með sér að þarna væri ekki venjulegt nudd á ferðinni. Þegar Fréttablaðið spurði Björgvin hvort hann ætti við að í þessum tilfellum hefði Fréttablaðið mögulega gerst sekt um milligöngu um vændi svaraði Björgvin: „Það er ekki útilokað miðað við það sem önnur lögreglulið á Norðurlöndum, þar á meðal í Noregi, hafa velt vöngum yfir.“ Þá sagði Björgvin málið vera til skoðunar meðal lögfræðinga lögreglunnar. Hins vegar væri engin niðurstaða komin í það. Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, segir fráleitt að blaðið birti meðvitað auglýsingar um vændi. „Ýmsir aðilar auglýsa nudd í smáauglýsingum. Auglýsingadeild blaðsins getur ekki tekið að sér hlutverk rannsakanda og fundið út úr því hvort þjónustan sem er í boði sé í raun önnur en sú sem er auglýst,“ segir hann. „Ef slíkur grunur vaknar hefur auglýsingadeildin afhent lögreglu öll gögn um auglýsendurna, sem eru ekki mjög margir, og það er hennar að komast að hinu sanna. Lögreglan hefur haft þessar upplýsingar í meira en ár en aldrei bent á auglýsingar sem sannað þyki að séu yfirvarp fyrir vændi,“ segir Ólafur. Hann bendir á að samkvæmt nýjum fjölmiðlalögum beri auglýsandi alfarið ábyrgð á efni auglýsingar. „Blaðið vill að sjálfsögðu ekki birta auglýsingar um ólöglega starfsemi. En þetta er sambærilegt við það að við getum gengið út frá því að í einhverjum auglýsingum um varning til sölu sé í raun verið að falbjóða þýfi. Samt er ekki hægt að banna fólki að auglýsa hluti til sölu. Auglýsingadeildin aðstoðar lögregluna ef grunur vaknar um eitthvað misjafnt,“ segir Ólafur. - mþl Fréttir Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir engan vafa leika á því að í tilteknum auglýsingum um nuddþjónustu sem birst hafa meðal smáauglýsinga í Fréttablaðinu sé í raun verið að auglýsa vændi. Til rannsóknar sé hvort um milligöngu um vændi sé að ræða. Þessi orð lét hann falla í samtali við Ríkisútvarpið í gær og bætti við að lögreglan hefði vitað af þessum auglýsingum um hríð enda bæru þær með sér að þarna væri ekki venjulegt nudd á ferðinni. Þegar Fréttablaðið spurði Björgvin hvort hann ætti við að í þessum tilfellum hefði Fréttablaðið mögulega gerst sekt um milligöngu um vændi svaraði Björgvin: „Það er ekki útilokað miðað við það sem önnur lögreglulið á Norðurlöndum, þar á meðal í Noregi, hafa velt vöngum yfir.“ Þá sagði Björgvin málið vera til skoðunar meðal lögfræðinga lögreglunnar. Hins vegar væri engin niðurstaða komin í það. Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, segir fráleitt að blaðið birti meðvitað auglýsingar um vændi. „Ýmsir aðilar auglýsa nudd í smáauglýsingum. Auglýsingadeild blaðsins getur ekki tekið að sér hlutverk rannsakanda og fundið út úr því hvort þjónustan sem er í boði sé í raun önnur en sú sem er auglýst,“ segir hann. „Ef slíkur grunur vaknar hefur auglýsingadeildin afhent lögreglu öll gögn um auglýsendurna, sem eru ekki mjög margir, og það er hennar að komast að hinu sanna. Lögreglan hefur haft þessar upplýsingar í meira en ár en aldrei bent á auglýsingar sem sannað þyki að séu yfirvarp fyrir vændi,“ segir Ólafur. Hann bendir á að samkvæmt nýjum fjölmiðlalögum beri auglýsandi alfarið ábyrgð á efni auglýsingar. „Blaðið vill að sjálfsögðu ekki birta auglýsingar um ólöglega starfsemi. En þetta er sambærilegt við það að við getum gengið út frá því að í einhverjum auglýsingum um varning til sölu sé í raun verið að falbjóða þýfi. Samt er ekki hægt að banna fólki að auglýsa hluti til sölu. Auglýsingadeildin aðstoðar lögregluna ef grunur vaknar um eitthvað misjafnt,“ segir Ólafur. - mþl
Fréttir Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira